Nýtt undirafbrigði gæti orðið ríkjandi eftir mánuð

Kórónuveiran Covid-19 | 13. janúar 2023

Nýtt undirafbrigði gæti orðið ríkjandi eftir mánuð

XBB.1.5., sem er undirafbrigði Ómíkron kórónuveirunnar, gæti orðið ríkjandi stofn veirunnar í Evrópu innan nokkurra mánaða, að sögn Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC).

Nýtt undirafbrigði gæti orðið ríkjandi eftir mánuð

Kórónuveiran Covid-19 | 13. janúar 2023

Undirafbrigðið er það mest smitandi hingað til.
Undirafbrigðið er það mest smitandi hingað til. mbl.is

XBB.1.5., sem er undirafbrigði Ómíkron kórónuveirunnar, gæti orðið ríkjandi stofn veirunnar í Evrópu innan nokkurra mánaða, að sögn Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC).

XBB.1.5., sem er undirafbrigði Ómíkron kórónuveirunnar, gæti orðið ríkjandi stofn veirunnar í Evrópu innan nokkurra mánaða, að sögn Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC).

Stærðfræðilíkan, sem stofnunin gerði, sýnir að undirafbrigðið er það mest smitandi hingað til. Áætlað er að það gæti orðið ríkjandi í Evrópu á einum til tveimur mánuðum.

ECDC metur sem svo að almenningi stafi lítil hætta af undirafbrigðinu.

Hins vegar er „áhættan miðlungs eða mikil fyrir viðkvæma einstaklinga eins og eldra fólk, óbólusetta og þá sem eru ónæmisbældir.

XBB.1.5 undirafbrigðið hefur greinst í 38 löndum. 82% af öllum tilvikum hafa greinst í Bandaríkjunum, 8% í Bretlandi og 2% í Danmörku, sagði í tilkynningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á miðvikudaginn.

mbl.is