Sumarferðir kynna nýjan áfangastað á Kanaríeyjum

Sólarlandaferðir | 13. janúar 2023

Sumarferðir kynna nýjan áfangastað á Kanaríeyjum

Sumarferðir hafa bætt nýjum áfangastað, Lanzarote, við áætlun sína í sumar. Fyrsta ferðin verður farin 8. júní.

Sumarferðir kynna nýjan áfangastað á Kanaríeyjum

Sólarlandaferðir | 13. janúar 2023

Frá Lanzarote.
Frá Lanzarote. Ljósmynd/Unsplash

Sumarferðir hafa bætt nýjum áfangastað, Lanzarote, við áætlun sína í sumar. Fyrsta ferðin verður farin 8. júní.

Sumarferðir hafa bætt nýjum áfangastað, Lanzarote, við áætlun sína í sumar. Fyrsta ferðin verður farin 8. júní.

Lanzarote er fjórða stærsta eyja Kanaríeyjaklasans. Hún er sú nyrsta og sú sem liggur næst Afríkuströndum. Eyjan er þekkt fyrir fegurð og notalegt andrúmsloft og hefur verið á skrá yfir verndarsvæði UNESCO síðan 1993 sakir náttúrufegurðar.

Landslagið er mótað af eldvirkni, löngum hraunbreiðum, svörtum söndum og urmul gíga sem minna helst á suðurströnd Íslands - nema krydduð með kaktusum og pálmatrjám og marínerað í fullkomnu veðurfari.

Íslendingar hafa sótt duglega í hinar Kanaríeyjarnar, Gran Canaria og Tenerife, en nú er röðin komin að Lanzarote.

mbl.is