Hönnun frá 1969 ryður sér til rúms á ný

Fatastíllinn | 14. janúar 2023

Hönnun frá 1969 ryður sér til rúms á ný

Svokölluð Moon Boots, eða tunglstígvél, hafa verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum að undanförnu, en margir kannast eflaust við stígvélin sem komu fyrst á markað seint á sjöunda áratugnum. Síðan þá hafa vinsældir þeirra komið í bylgjum, en nú virðast stígvélin vera það allra heitasta þar sem stjörnur á borð við Hailey Bieber, Heidi Klum, Kylie Jenner, Gigi Hadid og Dua Lipa hafa skartað skónum að undanförnu. 

Hönnun frá 1969 ryður sér til rúms á ný

Fatastíllinn | 14. janúar 2023

Moon Boots, eða tunglstígvél, virðast vera það allra heitasta í …
Moon Boots, eða tunglstígvél, virðast vera það allra heitasta í dag. Samsett mynd

Svokölluð Moon Boots, eða tunglstígvél, hafa verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum að undanförnu, en margir kannast eflaust við stígvélin sem komu fyrst á markað seint á sjöunda áratugnum. Síðan þá hafa vinsældir þeirra komið í bylgjum, en nú virðast stígvélin vera það allra heitasta þar sem stjörnur á borð við Hailey Bieber, Heidi Klum, Kylie Jenner, Gigi Hadid og Dua Lipa hafa skartað skónum að undanförnu. 

Svokölluð Moon Boots, eða tunglstígvél, hafa verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum að undanförnu, en margir kannast eflaust við stígvélin sem komu fyrst á markað seint á sjöunda áratugnum. Síðan þá hafa vinsældir þeirra komið í bylgjum, en nú virðast stígvélin vera það allra heitasta þar sem stjörnur á borð við Hailey Bieber, Heidi Klum, Kylie Jenner, Gigi Hadid og Dua Lipa hafa skartað skónum að undanförnu. 

Stofnandi vörumerkisins, Giancarlo Zanatta, varð innblásinn af lögun og tækni stígvéla geimfaranna sem voru um borð Appollo 11 geimflaugarinnar sem lenti á tunglinu í júlí 1969. Í kjölfarið hóf hann að hanna og þróa stígvélin sem fengu opinberlega heiti sitt, Moon Boots, árið 1978. 

View this post on Instagram

A post shared by Moon Boot (@moonboot)

Í uppáhaldi í Hollywood

Stígvélin urðu allsráðandi tískutrend á sjöunda og áttunda áratugnum og komu í öllum regnbogans litum. Þau komu svo aftur upp á yfirborðið snemma á 20. áratugnum, en árið 2000 voru stígvélin valin af hópi listamanna og sérfræðinga frá Louvre-safninu í París sem mikilvægur hönnunarhlutur á 20. öldinni. Þá voru stígvélin í miklu uppáhaldi í Hollywood þar sem stjörnur eins og Paris Hilton og Victoria Beckham lofsömuðu þau. 

Nú virðast þessi skemmtilegu retró stígvél vera komin í tísku enn eina ferðina, en fjölmargar stjörnur og áhrifavaldar hafa sést skarta skónum í vetur. Það sem gerir stígvélin að tímalausri hönnun eru notagildi þeirra í kuldanum, en þar að auki eiga stjörnurnar ekki í neinum vandræðum með að stílisera stígvélin sem virðast hreinlega passa við allt. 

View this post on Instagram

A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey)

Auknar vinsældir á nýju ári

Mörg af fremstu tískuhúsum heims hafa farið í samstarf við merkið, en þar má nefna Chanel, Swarovski, Jimmy Choo, Moncler, MSGM og Jeremy Scott. Stígvélin virðast því hvergi nær vera hætt að slá í gegn, en þeim er spáð enn meiri vinsældum 2023.

View this post on Instagram

A post shared by naomi anwer (@naomianwerr)

mbl.is