Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum

Flóttafólk á Íslandi | 17. janúar 2023

Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum

Hafnarfjarðarbær mun taka á móti allt að 450 flóttamönnum á árinu.

Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum

Flóttafólk á Íslandi | 17. janúar 2023

Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og …
Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hafnarfjarðarbær mun taka á móti allt að 450 flóttamönnum á árinu.

Hafnarfjarðarbær mun taka á móti allt að 450 flóttamönnum á árinu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. 

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að markmiðið með samræmdri móttöku flóttafólks sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. 

Þetta er sjötti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Hafnarfjarðarbæjar hafa Akureyri, Árborg, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

mbl.is