Kláraði hláturgasið frá Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. janúar 2023

Kláraði hláturgasið frá Meghan

Í bókinni Spare kemur Harry inn á fæðingu barna sinna og eru frásagnirnar líflegar.

Kláraði hláturgasið frá Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. janúar 2023

Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019.
Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019. AFP

Í bókinni Spare kemur Harry inn á fæðingu barna sinna og eru frásagnirnar líflegar.

Í bókinni Spare kemur Harry inn á fæðingu barna sinna og eru frásagnirnar líflegar.

Hann minnist þess hversu mikil ringulreið ríkti í kringum fæðingu frumburðarins Archie en hann fæddist árið 2019.

Hossaðist á fjólubláum bolta

Harry segist hafa borðað Nando´s kjúklingarétt og viðurkennir að hafa sjálfur notað hláturgasið sem ætlað var Meghan þannig að ekkert var eftir fyrir hana. Sækja þurfti annan brúsa fyrir hana. Meghan hló og ranghvolfdi augunum á meðan hún hossaðist á fjólubláum bolta til þess að koma fæðingunni af stað. Þá hlustuðu þau á söngva á Sanskrít sem ayurvedískur læknir hafði mælt með við Meghan.

Parið hafði skreytt fæðingarstofuna með ilmkertum og settu upp innrammaða mynd af Díönu prinsessu á eitt borðanna.

Þegar fæðingin fór af stað fór Meghan í bað og fékk loks mænudeyfingu. Fæðingin gekk ekki þrautalaust fyrir sig heldur var höfuðið flækt en Harry hélt í hönd Meghan allan tímann. Þegar Archie loks kom í heiminn, grétu þau bæði. 

Ayurvedíski læknirinn hafði sagt Meghan að nýfædd börn soguðu allt í sig á fyrstu mínútum lífs síns og Harry og Meghan sögðust elska það.

Voru komin heim innan tveggja tíma

Harry segist ekki hafa sent neinum skilaboð til að láta vita af fæðingu barnsins en hann og Meghan voru komin aftur heim til sín í Frogmore Cottage innan tveggja tíma frá fæðingu Archie.

Harry segir að fæðing annars barns síns, Lilibet, hafi verið dásamleg upplifun en þau eignuðust hana tveimur árum síðar í Bandaríkjunum.

Þá voru þau bæði miklu rólegri og tók Harry sjálfur á móti Lilibet. Meghan var komin tíu daga fram yfir og þurfti að framkalla fæðinguna.

Minna stress með seinna barnið

„Það var dásamlegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímasetningum, ferlum og fjölmiðlum,“ segir Harry.

Hann minnist þess hvernig þau keyrðu rólega á spítalann og höfðu nægan tíma til þess að fá sér hamborgara og franskar frá In-N-Out keðjunni. Meghan fékk sér hins vegar fajitas.

Harry segist hafa viljað vera það fyrsta sem barnið sæi þegar það kæmi í heiminn. Þegar hann tók á móti barninu með aðstoð læknis, helltist yfir hann flóð tilfinninga.

Hann segir Meghan aldrei hafa verið jafn ástfangin af honum og þessa stund í lífi þeirra.

Meghan með Archie á sínum tíma.
Meghan með Archie á sínum tíma. AFP
Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP
Lilibet Diana.
Lilibet Diana. mbl.is/Instagram
mbl.is