Skilur vel að fólk sé enn blint á Sólveigu

Kjaraviðræður | 17. janúar 2023

Skilur vel að fólk sé enn blint á Sólveigu

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa mikinn skilning á því að fólk sé tilbúið að fylgja Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í blindni. 

Skilur vel að fólk sé enn blint á Sólveigu

Kjaraviðræður | 17. janúar 2023

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa mikinn skilning á því að fólk sé tilbúið að fylgja Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í blindni. 

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa mikinn skilning á því að fólk sé tilbúið að fylgja Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í blindni. 

Hún hafi sjálf haft trú á henni og málstaðnum en fljótlega eftir að hún og Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, tóku við stjórnartaumunum – í kjölfar þess að Sólveig Anna sagði af sér og Viðar Þorsteinsson rauk á dyr – tóku að renna á hana tvær grímur.

„Þegar hann fer svo að hringja, liggur við á hverjum degi, að krefja mig um upplýsingar og segja mér hvernig ég á að haga mér sem varaformaður, hvernig eigi að stýra félaginu og svona og segja mér að ég verði nú að hringja í Sólveigu því að annars eigi ég enga framtíð í verkalýðsbaráttu,“ segir Ólöf að hún hafi áttað sig á því að þau væru „algjörlega veruleikafirrt“. 

„Ég var rosalega blind“

„Ég hafði svo mikla trú á henni, og málstaðnum. Ég trúði því að hún væri einhvern veginn eina baráttumanneskjan í landinu – sem er náttúrlega bara kjaftæði,“ segir Ólöf enn frekar og bætir við að fólk berjist á vinnumarkaði alla daga þó að það sé ekki að gera það í fjölmiðlum. 

„Ég var rosalega blind. Og þess vegna kannski skil ég það að það séu margir í dag sem enn þá fylgja henni og eru mjög blindir á þetta og geta afsakað hópuppsagnir í nafni skipulagsbreytinga og geta afsakað þessa orðræðu sem hún er með gegn fyrrverandi starfsfólki.“

mbl.is