Efast ekki um sigur Rússa

Rússland | 18. janúar 2023

Efast ekki um sigur Rússa

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að hann velktist ekki í vafa um að Rússar sneru sigursælir frá átökunum í Úkraínu á efsta degi þrátt fyrir þau skakkaföll sem herir hans hafa mátt þola í innrásarstríði sem brátt hefur staðið í eitt ár.

Efast ekki um sigur Rússa

Rússland | 18. janúar 2023

Pútín ávarpar starfsfólk verksmiðju, sem tilheyrir flugskeytaframleiðandanum Almaz-Antey, í dag.
Pútín ávarpar starfsfólk verksmiðju, sem tilheyrir flugskeytaframleiðandanum Almaz-Antey, í dag. AFP/Ilya Pitalev

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að hann velktist ekki í vafa um að Rússar sneru sigursælir frá átökunum í Úkraínu á efsta degi þrátt fyrir þau skakkaföll sem herir hans hafa mátt þola í innrásarstríði sem brátt hefur staðið í eitt ár.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að hann velktist ekki í vafa um að Rússar sneru sigursælir frá átökunum í Úkraínu á efsta degi þrátt fyrir þau skakkaföll sem herir hans hafa mátt þola í innrásarstríði sem brátt hefur staðið í eitt ár.

„Sigurinn er öruggur, ég efast ekki,“ sagði Pútín við starfsmenn verksmiðju í Pétursborg sem hann hitti að máli í dag. Kvað hann einingu og samtakamátt rússnesku þjóðarinnar, hugrekki og hetjuskap hermanna og síðast en ekki síst vinnuframlag hergagnaframleiðenda tryggja Rússum sigurinn.

mbl.is