Fuglar frjósa fastir í frostatíðinni

Frost á Fróni | 18. janúar 2023

Fuglar frjósa fastir í frostatíðinni

Mávar, svanir, gæsir og smáfuglar hafa frosið fastir í kuldatíðinni. Dýraverndarsamband Íslands hefur hvatt fólk til þess að gefa fuglunum þar sem lítið er að fá í frosthörkunum.

Fuglar frjósa fastir í frostatíðinni

Frost á Fróni | 18. janúar 2023

Fuglarnir hafa litla orku í kalda veðrinu.
Fuglarnir hafa litla orku í kalda veðrinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mávar, svanir, gæsir og smáfuglar hafa frosið fastir í kuldatíðinni. Dýraverndarsamband Íslands hefur hvatt fólk til þess að gefa fuglunum þar sem lítið er að fá í frosthörkunum.

Mávar, svanir, gæsir og smáfuglar hafa frosið fastir í kuldatíðinni. Dýraverndarsamband Íslands hefur hvatt fólk til þess að gefa fuglunum þar sem lítið er að fá í frosthörkunum.

„Þetta er hrikalegt ástand. Við fórum að sjá að fólk var að finna dýr sem voru köld og frosin. Þá hugsuðum að við þyrftum að örva fólk til þess að hjálpa dýrunum,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.

Treysta mörg á fóðurgjafir

„Það var ein kona í dag sem var að gefa í Vatnsmýrinni og hún fann eina, tvær dánar gæsir. Síðan hafa svanir frosið fastir í Reykjanesbæ,“ sagði hún og bætti við að mávur hafi einnig frosið fastur í efri byggðum.

Grágæsir söfnuðust saman í frostinu fyrir neðan Ártún í dag.
Grágæsir söfnuðust saman í frostinu fyrir neðan Ártún í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Núna hefur verið löng kuldatíð. Þetta er langur og erfiður frostakafli og það er erfitt fyrir fuglana. Auðvitað er alltaf mikilvægt að gefa fuglunum á veturna, því margir þeirra treysta á fóðurgjafir. En ástandið núna er alvarlegra vegna þess að þetta hefur verið langur kafli. Það eru fleiri fuglategundir sem þurfa á aðstoð að halda og við viljum eindregið hvetja fólk til þess að leggja okkur lið og fóðra dýrin.“

Brauð ekki besta fóðrið

Aðspurð segir Linda að brauð sé ekki besta fóðrið fyrir fuglana. Betra sé að gefa þeim fuglafóður. Hægt er að kynna sér fóðrun fulga á vefsíðunni fuglavernd.is en einnig hefur dýraþjónusta Reykjavíkurborgar lagt fram hjálparhönd og gefið hey og fóður, sem hægt er að setja við vatnsbakka svo fuglarnir komi upp úr og frjósi ekki fastir.

„Grágæsirnar eru í miklum vandræðum núna. Það er hægt að gefa þeim byggkorn, hveitikorn eða hundafóður. Brauðið er það sísta, en það er sannarlega betra en ekkert,“ segir Linda og bætir við í lokin að fuglarnir treysti algjörlega á mannfólkið á þessum árstíma og því sé mikilvægt að leggja fram hjálparhönd.

mbl.is