Heldur meira var að gera en venjulega í sundlaug Seltjarnarness í morgun, en hún var ein af fáu laugunum á höfuðborgarsvæðinu sem var opin í dag.
Heldur meira var að gera en venjulega í sundlaug Seltjarnarness í morgun, en hún var ein af fáu laugunum á höfuðborgarsvæðinu sem var opin í dag.
Heldur meira var að gera en venjulega í sundlaug Seltjarnarness í morgun, en hún var ein af fáu laugunum á höfuðborgarsvæðinu sem var opin í dag.
„Fólk kemur aðallega úr Vesturbæjarlauginni hingað til okkar,“ segir Ingólfur Klausen, yfirvaktstjóri sundlaugarinnar í Seltjarnarnesi, í samtali við mbl.is.
„Þeir eru með svona hlaupahópa og svona sem eru alltaf komnir af stað snemma á morgnanna, það er það eina sem við höfum tekið eftir í dag, það er heldur meira,“ segir Ingólfur en hann segir þann hóp sundlaugagesta sjálfa kalla sig flóttamenn vegna lokunnar Vesturbæjarlaugarinnar.
Seltjarnarnes er ein af fáu sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu sem er opin í dag en það er vegna þess að að Seltjarnarnes er með sína eigin hitaveitu.
„Það er það sem að breytir öllu. Það er alla vega ennþá nógur þrýstingur á okkur. Það var ansi kalt í morgun, 14 gráðu frost. Það munar því að það er ekki vindur, um leið og það hreyfir einhvern vind þá verður þetta allt erfiðara og þá kólnar allt niður,“ segir Ingólfur.
Hann telur að það verði ekkert brjálað að gera í lauginni í dag og að fólk sé í sjálfu sér ekki að streyma í sund í frostinu,
„Ég á ekkert von á neitt mikilli aðsókn. Þetta var nú um daginn líka að það var lokað en það breytti ekki miklu. Kannski verður eitthvað meira í kvöld, það er engin stórbreyting. Það er bara góð stemmning og við erum svo heppin að við getum haldið öllu opnu,“ segir Ingólfur.