Keypti kross Díönu prinsessu

Kardashian | 19. janúar 2023

Keypti kross Díönu prinsessu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian festi á dögunum kaup á hálsmeni sem komst í heimspressuna eftir að Díana prinsessa notaði hann. Um er að ræða Attallah-krossinn sem Díana var mynduð með nokkrum sinnum.

Keypti kross Díönu prinsessu

Kardashian | 19. janúar 2023

Kim Kardashian festi kaup á krossinum og greiddi fyrir hann …
Kim Kardashian festi kaup á krossinum og greiddi fyrir hann 28 milljónir króna. AFP/Michael Tran

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian festi á dögunum kaup á hálsmeni sem komst í heimspressuna eftir að Díana prinsessa notaði hann. Um er að ræða Attallah-krossinn sem Díana var mynduð með nokkrum sinnum.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian festi á dögunum kaup á hálsmeni sem komst í heimspressuna eftir að Díana prinsessa notaði hann. Um er að ræða Attallah-krossinn sem Díana var mynduð með nokkrum sinnum.

Kardashian keypti krossinn á uppboði hjá Sothesby og greiddi fyrir hann um 28 milljónir króna eða tæplega 200 þúsund bandaríkjadali. Vann hún uppboðið á síðustu fimm mínútunum en talsmaður uppboðshússins segir krossinn hafa farið á tvöfalt hærra verði en búist var við.

Díana prinsessa fékk krossinn oft að láni á níunda áratug …
Díana prinsessa fékk krossinn oft að láni á níunda áratug síðustu aldar. Reuters

„Þetta er stór skargripur, stærðin, liturinn og hönnunin er einkennandi og dregur til sín athygli, hvort sem það er vegna þess að hann er trúartákn eða tískutákn, eða bæði,“ sagði Kristian Spofforth yfirmaður skartgripadeildar Sothesby og sagðist glaður með að önnur heimsfræg kona muni nú sjást með krossinn.

People greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum að Kardashian sé í skýjunum með að hafa unnið uppboðið.

Saga krossins nær þó lengra aftur en til Díönu sem fékk hann að láni frá Naim Attallah, fyrrverandi forstjóra Asprey & Garrard, á níunda áratug síðustu aldar. Hann var hannaður og smíðaður á þriðja áratugnum.

Díana átti í nánu sambandi við Attallah og valdi einmitt trúlofunarhring sinn frá skartgripahúsi hans.

Krossinn sem Kim Kardashian keypti.
Krossinn sem Kim Kardashian keypti. Ljósmynd/Sothesby
mbl.is