Greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm

Andleg heilsa | 20. janúar 2023

Greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm

High School Musical-stjarnan Ashley Tisdale opnaði sig á dögunum um greiningu á sjálfsofnæmissjúkdóminum Alopecia Areta, sem á íslensku kallast blettaskalli. Talið er að um 6,8 milljónir Bandaríkjamanna glími við blettaskalla einhvern tímann á lífsleiðinni og er Tisdale ein af þeim. 

Greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm

Andleg heilsa | 20. janúar 2023

Ashley Tisdale greindist með blettaskalla (e. alopecia areta) snemma á …
Ashley Tisdale greindist með blettaskalla (e. alopecia areta) snemma á tvítugsaldri. AFP

High School Musical-stjarnan Ashley Tisdale opnaði sig á dögunum um greiningu á sjálfsofnæmissjúkdóminum Alopecia Areta, sem á íslensku kallast blettaskalli. Talið er að um 6,8 milljónir Bandaríkjamanna glími við blettaskalla einhvern tímann á lífsleiðinni og er Tisdale ein af þeim. 

High School Musical-stjarnan Ashley Tisdale opnaði sig á dögunum um greiningu á sjálfsofnæmissjúkdóminum Alopecia Areta, sem á íslensku kallast blettaskalli. Talið er að um 6,8 milljónir Bandaríkjamanna glími við blettaskalla einhvern tímann á lífsleiðinni og er Tisdale ein af þeim. 

Tisdale birti nýverið myndskeið á Instagram þar sem hún sagði sögu sína. Hún rifjaði upp þegar hún fann fyrst skallablett á hárinu snemma á tvítugsaldri þegar hún var í klippingu. Í kjölfarið fór hún til húðsjúkdómalæknis sem greindi hana með sjálfofnæmissjúkdóminn. 

Segir streituna hafa mikil áhrif

Blettaskalli getur lagst jafnt á konur, karla og börn. Oft fær fólk með sjúkdóminn litla skallabletti á höfuðið, en í sumum tilfellum dettur allt hár af höfði og augabrúnum, og jafnvel augnhár og öll líkamshár.

Hármissirinn byrjar oft í kjölfar mikillar streitu, veikinda eða hormónabreytinga. Tisdale komst einmitt fljótt að því að streita hefðu mikil áhrif á sjúkdóminn, en þegar hún hafi fengið greininguna hafi hún einmitt verið að glíma við mikla streitu.

Jóga, sálfræðitímar og hugleiðsla hjálpar

„Hárið óx aftur, og það gerir það alltaf, sem betur fer. En ég hef nokkrum sinnum á lífsleiðinni lent í mjög streituvaldandi atburðum, og þá hef ég tekið eftir því að blettaskallinn kemur aftur. Mig langaði því að deila með ykkur nokkrum hlutum sem hafa hjálpað mér,“ sagði Tisdale í myndskeiðinu og bætti við að það eitt að vera með blettaskalla gæti verið afar streituvaldandi. 

Tisdale segir streitustjórnun vera lykilatriði fyrir sig í meðhöndlun á sjúkdóminum, en þar að auki fari hún í svokallaðar PRP (e. platelet-rich plasma) sprautur. Þá stundar leikkonan jóga, fer í sálfræðitíma og hugleiðir. „Oft er kortisólið mitt hátt vegna þess að ég set mikla pressu á mig af ástæðulausu, svo það er mjög mikilvægt að vita hvað skiptir í raun og veru máli í lífinu og hvað ekki,“ bætti Tisdale við.

mbl.is