Hálfur milljarður í tekjur af skemmtiferðaskipum

Ferðamenn á Íslandi | 20. janúar 2023

Hálfur milljarður í tekjur af skemmtiferðaskipum

Tekjur Hafnasamlags Norðurlands námu um einum milljarði króna á liðnu ári. Um helmingur teknanna, 500 milljónir króna, var vegna skemmtiferðaskipa. Allt stefnir í mjög gott ár, en alls hafa 218 skip boðað komu sína til Akureyrar í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að farþegar verði um 190 þúsund talsins. Fyrsta skipið í sögunni kemur að landi á komandi sumri á Hjalteyri og þá munu mörg skipanna leggja leið sína til Grímseyjar.

Hálfur milljarður í tekjur af skemmtiferðaskipum

Ferðamenn á Íslandi | 20. janúar 2023

Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkurn tíma hefur komið til Íslands, kom …
Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkurn tíma hefur komið til Íslands, kom til Akureyrar í fyrra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Tekjur Hafnasamlags Norðurlands námu um einum milljarði króna á liðnu ári. Um helmingur teknanna, 500 milljónir króna, var vegna skemmtiferðaskipa. Allt stefnir í mjög gott ár, en alls hafa 218 skip boðað komu sína til Akureyrar í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að farþegar verði um 190 þúsund talsins. Fyrsta skipið í sögunni kemur að landi á komandi sumri á Hjalteyri og þá munu mörg skipanna leggja leið sína til Grímseyjar.

Tekjur Hafnasamlags Norðurlands námu um einum milljarði króna á liðnu ári. Um helmingur teknanna, 500 milljónir króna, var vegna skemmtiferðaskipa. Allt stefnir í mjög gott ár, en alls hafa 218 skip boðað komu sína til Akureyrar í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að farþegar verði um 190 þúsund talsins. Fyrsta skipið í sögunni kemur að landi á komandi sumri á Hjalteyri og þá munu mörg skipanna leggja leið sína til Grímseyjar.

Sigríður María Róbertsdóttir, markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir að útlitið sé gott í ár og eftir umtalsverða niðursveiflu á árunum 2020 til 2021, þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð, sé augljóst að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé að ná sér á strik.

Skemmtiferðaskipið Borealis.
Skemmtiferðaskipið Borealis. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Á liðnu ári komu 198 skemmtiferðaskip til Akureyrar og 134 þúsund farþegar komu við í höfnum Hafnasamlagsins, þ.e. á Akureyri, í Grímsey og Hrísey. Það eru um 18 þúsund færri farþegar en árið 2019. Í ár er gert ráð fyrir að farþegar verði um 190 þúsund talsins, en Sigríður María segir að hlutfall bókaðra farþega á liðnu sumri hafi verið heldur lægra en tíðkast hefur, eða um 68%. Almennt hefur bókunarhlutfall verið í kringum 95%.

Hún segir að samsetning farþega hafi einnig verið nokkuð önnur en undanfarin ár, lægra hlutfall en áður kom frá Evrópulöndum en töluverð fjölgun var á farþegum frá Norður-Ameríku.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út í gær. 

mbl.is