Harry aldrei óvinsælli

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. janúar 2023

Harry aldrei óvinsælli

Svo virðist sem breska þjóðin hafi takmarkaðan húmor fyrir nýrri bók Harrys Bretaprins, Spare, þrátt fyrir að yfirlýst markmið prinsins, að „bjarga næstu kynslóð“ krúnunnar, mætti teljast göfugt.

Harry aldrei óvinsælli

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. janúar 2023

Svo virðist sem breska þjóðin hafi takmarkaðan húmor fyrir nýrri bók Harrys Bretaprins, Spare, þrátt fyrir að yfirlýst markmið prinsins, að „bjarga næstu kynslóð“ krúnunnar, mætti teljast göfugt.

Svo virðist sem breska þjóðin hafi takmarkaðan húmor fyrir nýrri bók Harrys Bretaprins, Spare, þrátt fyrir að yfirlýst markmið prinsins, að „bjarga næstu kynslóð“ krúnunnar, mætti teljast göfugt.

Á meðan traust til prinsins hefur minnkað hjá bresku þjóðinni á síðustu árum tók það skarpa dýfu eftir útgáfu bókarinnar. 

Guðný Ósk Laxdal, sérstakur áhugamaður um bresku konungsfjölskylduna og umsjónarmaður Instagram-síðunnar Royal Icelander, mætti í Dagmál til þess að ræða bókina og dramatískt samband bræðranna tveggja og konungsins.

Vilja ekki vita þetta

Innt eftir skýringum á þessu mikla falli prinsins í trausti, segir Guðný að þótt Bretum þyki slúðrið spennandi vilji þeir að jafnaði halda ímynd sinni hreinni.

„Það er náttúrulega bara þetta samband bresku þjóðarinnar við konungsfjölskylduna. Þetta er búið að vera lengi til – í rauninni alltaf.“

Meðan traust þjóðarinnar til prinsins hefur farið hrakandi síðustu ár …
Meðan traust þjóðarinnar til prinsins hefur farið hrakandi síðustu ár tók það skarpa dýfu eftir útgáfu bókarinnar. AFP/Victoria Jones

Hlutverk hennar sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar og lítið persónulegt komi fram um þau. „En þau vilja síðan alltaf lesa fréttirnar líka,“ segir Guðný og hlær.

„Um leið og einhver fer að „væla“, segja frá, eða gagnrýna eitthvað – þeir kunna ekki að meta það, svona á heildina held ég.“

Krúnan vinnur alltaf

Guðný segir Harry vilja geta talað við fjölskylduna sína sem fjölskyldu en ekki stofnun. Slíkt sé þó erfitt og útspil sem þetta bæti ekki úr skák.

„Það er rosalega erfitt. Karl er þjóðhöfðingi Bretlands. Hann er þjóðhöfðingi Samveldisins.“ Því sé erfitt að aðskilja krúnuna og persónuna, líkt og sjá megi í sjónvarpsþáttunum The Crown.

„Krúnan vinnur eiginlega alltaf.“

mbl.is