Málaði sig eins og bresk „skinka“

Kardashian | 20. janúar 2023

Málaði sig eins og bresk „skinka“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að fylgja helstu tískustraumum á samfélagsmiðlinum TikTok. Nú á dögunum birti hún, á sameiginlegum reikningi sínum og dóttur sinnar, myndband af sér mála sig eins og bresk „skinka“.

Málaði sig eins og bresk „skinka“

Kardashian | 20. janúar 2023

Kim Kardashian fylgist vel með tískustraumum á TikTok.
Kim Kardashian fylgist vel með tískustraumum á TikTok.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að fylgja helstu tískustraumum á samfélagsmiðlinum TikTok. Nú á dögunum birti hún, á sameiginlegum reikningi sínum og dóttur sinnar, myndband af sér mála sig eins og bresk „skinka“.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að fylgja helstu tískustraumum á samfélagsmiðlinum TikTok. Nú á dögunum birti hún, á sameiginlegum reikningi sínum og dóttur sinnar, myndband af sér mála sig eins og bresk „skinka“.

Trendið hefur verið vinsælt um nokkurt skeið en það felur í sér að nota heldur dökkan farða, lita augabrúnirnar kolsvartar, setja áberandi ljósan hyljara undir augun og skyggja kinnbeinin harkalega.

Kardashian, sem sjálf kom því í tísku að skyggja andlitið listilega með snyrtivörum, er nær óþekkjanleg sem bresk „skinka“.

mbl.is