Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Mikill vatnselgur er víða á höfuðborgasvæðinu sem stendur. Vatnsveðrið hefur ekki náð hámarki enn sem komið er og búast má við að færð spillist enn frekar eftir sem líður á daginn.

Mikill vatnselgur víða á höfuðborgarsvæðinu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Vatnselgir hafa myndast víða á höfuðborgarsvæðinu.
Vatnselgir hafa myndast víða á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill vatnselgur er víða á höfuðborgasvæðinu sem stendur. Vatnsveðrið hefur ekki náð hámarki enn sem komið er og búast má við að færð spillist enn frekar eftir sem líður á daginn.

Mikill vatnselgur er víða á höfuðborgasvæðinu sem stendur. Vatnsveðrið hefur ekki náð hámarki enn sem komið er og búast má við að færð spillist enn frekar eftir sem líður á daginn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir skyggni slæmt, mikla hálku víða þar sem klaki hefur myndast og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega. 

Þá er gul veðurviðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, við Breiðafjörð og á miðhálendinu.

Betra að fara Þrengslin

Þá er þungfært á Hellisheiði og betri kostur að keyra Þrengslin þessa stundina. Hálkublettir og vatnselgur er á Reykjanesbraut en flughált er á Suðurstrandarvegi.

Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðri og færð á Kjalarnesi, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Hellisheiði, þar sem færð getur spillst og vegir jafnvel lokast.

Nýjasta veðurspá fyrir höfuðborgarsvæðið er eftirfarandi: Suðaustan 15-23 m/s og rigning. Snýst í sunnan 10-15 m/s um hádegi með talsverðri úrkomu um tíma. Hlýnandi veður, hiti 6 til 9 stig seinnipartinn.

mbl.is