Svona eykur þú gleðihormónin í skammdeginu

Heilsurækt | 20. janúar 2023

Svona eykur þú gleðihormónin í skammdeginu

Veturinn getur verið krefjandi tími fyrir marga þar sem skammdegið tekur óneitanlega sinn toll á geðheilsunni. Við könnumst flest við að upplifa svolitla vetrarlægð yfir svartasta skammdegið, en með því að auka svokallað hamingjuhormón gæti veturinn orðið bærilegri. 

Svona eykur þú gleðihormónin í skammdeginu

Heilsurækt | 20. janúar 2023

Ljósmynd/Unsplash/Lesly Juarez

Veturinn getur verið krefjandi tími fyrir marga þar sem skammdegið tekur óneitanlega sinn toll á geðheilsunni. Við könnumst flest við að upplifa svolitla vetrarlægð yfir svartasta skammdegið, en með því að auka svokallað hamingjuhormón gæti veturinn orðið bærilegri. 

Veturinn getur verið krefjandi tími fyrir marga þar sem skammdegið tekur óneitanlega sinn toll á geðheilsunni. Við könnumst flest við að upplifa svolitla vetrarlægð yfir svartasta skammdegið, en með því að auka svokallað hamingjuhormón gæti veturinn orðið bærilegri. 

Serótónín, sem oft er kallað hamingjuhormónið, er mikilvægt taugaboðefni sem hefur áhrif á skapferli okkar, almenna virkni, matarlyst og svefn. Nokkrar heilsutengdar venjur hafa verið tengdar við aukna serótónín framleiðslu, en lágt magn serótóníns hefur verið tengt við þunglyndi, kvíða og áráttu- og þráhyggjuröskun. 

Ef þú ert að upplifa janúarlægð þá gætu eftirfarandi venjur verið hjálplegar.

Dagleg dagsbirta

Þó dagsbirtan sé af skornum skammti yfir vetrarmánuðina getur það eitt að fara út og fá sér ferskt loft í hálftíma yfir miðjan daginn gert mikið fyrir okkur, enda eykur dagsbirtan serótónínmagn. 

Fjölbreytt og næringarríkt mataræði

Eins og með svo marga aðra kvilla sem tengjast heilsunni liggur lausnin að hluta til á disknum okkar. Amínósýran L-tryptófan er nauðsynleg til að framleiða seratónín, en amínósýruna fáum við eingöngu í gegnum fæðu. 

Amínósýruna finnur þú í matvælum eins og kjúklingi, kjöti, fisk, mjólkurvörum, tófú, edamame-baunum, graskersfræjum og höfrum. 

Regluleg hreyfing

Hreyfing hjálpar til við að losa amínósýruna L-tryptófan út í blóðrásina og stuðlar einnig að hinu þekkta vellíðunarhormóni, endorfíni. Öll hreyfing sem kemur hjartslættinum aðeins upp, þar með talin hröð ganga, skokk, dans, hjólreiðar og sund, er hjálpleg. 

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studio

Heilbrigð þarmaflóra

Heilsa þarmanna hefur verið áberandi umræðuefni að undanförnu, en það er ekki af ástæðulausu. Meirihluta serótóníns er að finna í þörmunum og því eru góðir þarmar lykilatriði til að styðja við virkni serótóníns. 

Fjölbreytt og næringarríkt mataræði styður við heilbrigða þarma, svo sem litríkt grænmeti og ávextir, holl fita og þá sérstaklega omega-3, ásamt góðum próteingjafa. Þá getur geta góðgerlar hjálpað þeim sem þurfa að koma jafnvægi á örveruflóruna.

Þó lífstílsbreytingar og góðar venjur geti án efa verið til heilsubóta er mikilvægt að gera greinamun á því að upplifa vetrarlægð og alvarlega geðröskun eins og árstíðarbundið þunglyndi, þunglyndi eða kvíða sem krefjast faglegrar meðferðar hvenær sem er árs.

mbl.is