Engin ákvörðun tekin í Ramstein

Úkraína | 21. janúar 2023

Engin ákvörðun tekin í Ramstein

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að þýsk stjórnvöld hefðu ekki tekið neina ákvörðun af eða á um það hvort að þau muni senda Leopard 2-orrustuskriðdreka eða heimila öðrum ríkjum að senda sín eintök til Úkraínumanna.

Engin ákvörðun tekin í Ramstein

Úkraína | 21. janúar 2023

Frá vinstri: Boris Pistorius, Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Oleksí …
Frá vinstri: Boris Pistorius, Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Oleksí Resníkov, varnarmálaráðherra Úkraínu, á fundinum í gær. AFP

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að þýsk stjórnvöld hefðu ekki tekið neina ákvörðun af eða á um það hvort að þau muni senda Leopard 2-orrustuskriðdreka eða heimila öðrum ríkjum að senda sín eintök til Úkraínumanna.

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að þýsk stjórnvöld hefðu ekki tekið neina ákvörðun af eða á um það hvort að þau muni senda Leopard 2-orrustuskriðdreka eða heimila öðrum ríkjum að senda sín eintök til Úkraínumanna.

Þjóðverjar hafa verið undir umtalsverðum þrýstingi síðustu daga um að veita slíkt leyfi, en Pólverjar, Danir og Finnar hafa m.a. boðist til þess að senda hluta af sínum skriðdrekum til Úkraínu.

Kvaðst hafa fyrirskipað birgðatalningu

Varnarmálaráðherrar vestrænna ríkja og annarra sem styðja við Úkraínu funduðu í gær í Ramstein-flugstöð Bandaríkjamanna í Þýskalandi til þess að ræða frekari vopnasendingar, og var jafnvel vonast til að svar myndi liggja fyrir við spurningunni um Leopard-skriðdrekana.

Pistorius sagði hins vegar að þýsk stjórnvöld gætu enn ekki sagt hvenær slíkrar ákvörðunar væri að vænta, né heldur hver sú ákvörðun yrði. Hann tók þó fram að hann hefði fyrirskipað birgðatalningu, bæði hjá þýska hernum og hjá framleiðanda Leopard-skriðdrekanna, þannig að vitað væri hversu marga skriðdreka væri hægt að senda, ef þýsk stjórnvöld veittu jákvætt svar.

Mun ýtarlegar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is