Finnst Ísland ekki vera á rangri leið

Ferðamenn á Íslandi | 21. janúar 2023

Finnst Ísland ekki vera á rangri leið

„Án erlendra ferðamanna gæti þessi fámenna þjóð aldrei staðið undir þessari miklu uppbyggingu,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um það breiða net þjónustu og mannlífs sem finna má um land allt.

Finnst Ísland ekki vera á rangri leið

Ferðamenn á Íslandi | 21. janúar 2023

Ferðamenn við Dettifoss.
Ferðamenn við Dettifoss. mbl.is/Sigurður Bogi

„Án erlendra ferðamanna gæti þessi fámenna þjóð aldrei staðið undir þessari miklu uppbyggingu,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um það breiða net þjónustu og mannlífs sem finna má um land allt.

„Án erlendra ferðamanna gæti þessi fámenna þjóð aldrei staðið undir þessari miklu uppbyggingu,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um það breiða net þjónustu og mannlífs sem finna má um land allt.

„Ferðaþjónustan er sjálfsprottin byggðaraðgerð sem hefur náð meiri árangri í eflingu landsbyggðarinnar og varðveitingu dreifðrar byggðar, heldur en aðgerðir sem komið hafa að ofan síðustu áratugi.“

Í aðsendri grein Lárusar Þórs Guðmundssonar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, er gagnrýni beint að útbreiðslu ferðaþjónustunnar og ósjálfbærri þörf til að ganga á auðlindir landsins. „Þetta eru skýr merki græðgisvæðingar. Við ætlum að hámarka nýtingu á öllum þeim auðlindum sem við teljum okkur eiga svo mikið af á sem skemmstum tíma,“ skrifar Lárus m.a. í grein sinni.

Bjarnheiður segist ekki geta tekið undir fullyrðingar Lárusar um umfang meintra vandræða sem þjóðin standi frammi fyrir af völdum ferðaþjónustunnar.

Nánar er rætt við Bjarnheiði í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is