Rússinn þreyttur og þjakaður

Rússland | 21. janúar 2023

Rússinn þreyttur og þjakaður

Norska rannsóknarlögreglan Kripos hefur tekið til við að yfirheyra Rússann Andrei Medvedev, fyrrverandi yfirmaður í Wagner-málaliðasveitinni rússnesku sem berst meðal annars í Úkraínu og rússneski auðkýfingurinn Jevgení Prígosjín, „kokkur Pútíns“, fjármagnar. Medvedev flúði yfir landamærin til Noregs fyrir rúmri viku og kveðst vilja vitna gegn kokkinum.

Rússinn þreyttur og þjakaður

Rússland | 21. janúar 2023

Andrei Medvedev, fyrrverandi liðsmaður hinnar alræmdu Wagner-málaliðasveitar, hefur stöðu vitnis …
Andrei Medvedev, fyrrverandi liðsmaður hinnar alræmdu Wagner-málaliðasveitar, hefur stöðu vitnis og sætir nú yfirheyrslum hjá Kripos. Ljósmynd/Samfélagsmiðillinn Telegram

Norska rannsóknarlögreglan Kripos hefur tekið til við að yfirheyra Rússann Andrei Medvedev, fyrrverandi yfirmaður í Wagner-málaliðasveitinni rússnesku sem berst meðal annars í Úkraínu og rússneski auðkýfingurinn Jevgení Prígosjín, „kokkur Pútíns“, fjármagnar. Medvedev flúði yfir landamærin til Noregs fyrir rúmri viku og kveðst vilja vitna gegn kokkinum.

Norska rannsóknarlögreglan Kripos hefur tekið til við að yfirheyra Rússann Andrei Medvedev, fyrrverandi yfirmaður í Wagner-málaliðasveitinni rússnesku sem berst meðal annars í Úkraínu og rússneski auðkýfingurinn Jevgení Prígosjín, „kokkur Pútíns“, fjármagnar. Medvedev flúði yfir landamærin til Noregs fyrir rúmri viku og kveðst vilja vitna gegn kokkinum.

„Ég get ekkert sagt af því sem efnislega hefur komið fram í yfirheyrslunum,“ segir Brynjulf Risnes, lögmaður Medvedevs, við norska ríkisútvarpið NRK. Medvedev hefur stöðu vitnis að svo stöddu og segir Risnes hann hafa upplýst Kripos-menn um atburðarásina frá því hann gekk til liðs við Wagner og þar til hann lagði á flótta til Noregs.

Kripos hafi mikinn áhuga á starfsemi Wagner-sveitarinnar og Medvedev búi yfir nýjum upplýsingum af gangi mála þar í stað eldri vitneskju Kripos.

Rannsókn stríðsglæpa fellur innan verkahrings Kripos sem tekur þátt í alþjóðasamvinnu um rannsóknir stríðsglæpa sem framdir hafa verið í Úkraínu síðan Rússar réðust þar inn fyrir tæpu ári.

Gæti verið „ögrari“

Ekki hafa upplýsingar frá Medvedev minni þýðingu fyrir norsku öryggislögregluna PST sem heldur sig þó til hlés til að byrja með og lætur Kripos um upplýsingaöflun. Kjetil Stormark, rannsóknarblaðamaður sem nú skrifar fyrir lögreglufréttavefinn Politiforum, bendir á að ekkert áhlaupaverk sé að komast yfir norsk-rússnesku landamærin í óþökk yfirvalda Rússlandsmegin svo norsk stjórnvöld þurfi að hafa varann á.

„Stjórnvöld geta ekki hundsað þann möguleika að þarna sé á ferð það sem kallað er ögrari [n. provakatør], manneskja sem rússnesk stjórnvöld sjá sér hag í að leggi á flótta með ákveðnum formerkjum. Hann á rétt á góðri meðferð í samræmi við meginreglur réttarríkisins. Hins vegar getur verið varasamt að veita honum einhverjar viðkvæmar upplýsingar,“ segir Stormark.

Enn fremur bendir blaðamaðurinn á að nýlega hafi komið upp tilvik þar sem Rússar hafi augljóslega verið að kanna viðbragðshraða norskrar landamæragæslu við mæri landanna í Austur-Finnmörk.

„Þar hefur verið prófað hve fljótt er tekið eftir. Tilfellin hafa verið nokkur síðustu vikurnar,“ heldur Stormark áfram og bendir á nýlegt dæmi frá Kirkenes þar sem áhöfn rússnesks fiskibáts sem þar lá við bryggju gekk um bæinn í fatnaði sem svipaði mjög til dæmigerðra herklæða þar til lögregla kom loks á vettvang eftir ábendingar frá almenningi og kannaði hverjir þar væru á ferð.

Kveðst hafa orðið vitni að fjöldamorðum

„En sé þetta ósvikið getur þessi maður sem liðhlaupi veitt þýðingarmiklar upplýsingar fyrir réttarhöld vegna þeirra stríðsglæpa sem framdir hafa verið í Úkraínu,“ segir blaðamaðurinn að lokum.

Sjálfur hefur Medvedev birt myndskeið af sér á YouTube þar sem hann segir frá flótta sínum yfir landamærin. Kveðst hann þar hafa orðið vitni að fjöldamorðum og segist vilja bera vitni um þau.

„Ég met það svo að hann sé mjög trúverðugur,“ segir Risnes lögmaður og bætir því við að einka- jafnt sem opinberar rannsóknir styðji framburð hans. Medvedev sé þó mjög óöruggur en finni traust í því að margir þekki til sögu hans.

„Hann virkar ekki óttasleginn en hann er mjög þreyttur og þjakaður. Ég myndi segja að hann væri í áfalli,“ segir lögmaðurinn.

NRK

Dagbladet

VG

TV2

mbl.is