Nýtur þess að gera sig til á morgnana

Snyrtibuddan | 22. janúar 2023

Nýtur þess að gera sig til á morgnana

Hólmfríður Sigurðardóttir er 25 ára Akureyringur sem er búsett í Reykjavík og stundar meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hólmfríður er lærður förðunarfræðingur og stílisti, en hún lauk diplómanámi frá Reykjavík Makeup School árið 2019 og lærði stílistann í fjarnámi frá Bretlandi árið 2020. 

Nýtur þess að gera sig til á morgnana

Snyrtibuddan | 22. janúar 2023

Hólmfríður Sigurðardóttir er útskrifaður viðskiptafræðingur, förðunarfræðingur og stílisti. Nú stundar …
Hólmfríður Sigurðardóttir er útskrifaður viðskiptafræðingur, förðunarfræðingur og stílisti. Nú stundar hún meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hólmfríður Sigurðardóttir er 25 ára Akureyringur sem er búsett í Reykjavík og stundar meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hólmfríður er lærður förðunarfræðingur og stílisti, en hún lauk diplómanámi frá Reykjavík Makeup School árið 2019 og lærði stílistann í fjarnámi frá Bretlandi árið 2020. 

Hólmfríður Sigurðardóttir er 25 ára Akureyringur sem er búsett í Reykjavík og stundar meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hólmfríður er lærður förðunarfræðingur og stílisti, en hún lauk diplómanámi frá Reykjavík Makeup School árið 2019 og lærði stílistann í fjarnámi frá Bretlandi árið 2020. 

Hólmfríður er mikill fagurkeri með einstakt auga fyrir fallegri förðun og hári. Við fengum að skyggnast ofan í snyrtibuddu Hólmfríðar sem lumar á góðum förðunar- og hártrixum.

Hvenær byrjaðir þú að farða þig?

„Ég held ég hafi keypt mínar fyrstu hræódýru snyrtivörur þegar ég var í sjöunda eða áttunda bekk í grunnskóla. Þá var ég aðallega bara að æfa mig heima án þess að vita neitt hvað ég væri að gera.“

„Ég byrjaði síðan að farða mig mjög létt dagsdaglega í tíunda bekk, en þá var ég aðallega að nota léttan farða, púður, sólarpúður, maskara og gloss.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega nota ég farða með léttri til miðlungs þekju, hyljara, sólarpúður, kinnalit og ljómavöru. Oftast nota ég þessar vörur í kremformi, en ég er mjög hrifin af náttúrulegu útkomunni sem kremvörur gefa.“

„Þar næst púðra ég aðeins yfir t-svæðið, fylli inn í augabrúnirnar með augabrúnablýanti og festi þær niður með augabrúnageli. Eyeliner finnst mér líka ómissandi, en ég nota dökkbrúnan eða svartan augnskugga á skáskornum bursta til að búa til vænginn. Ég blanda vængnum síðan aðeins inn á augnlokið og skerpi hann svo með smá hyljara.“

„Að lokum set ég á mig maskara, varablýant, varalit og gloss.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt finnst mér tilvalið að dekkja aðeins augun og nota fallega sanseraðan lit á augnlokið. Ég passa að setja ekki mikið undir augun því mér finnst það draga andlitið niður og geta látið mann líta út fyrir að vera eldri en maður í raun er. Ef ég er mikið máluð renni ég mögulega smá brúnum lit undir augun eða set örlítið af brúnum lit í vatnslínuna.“

„Til þess að klára augun skelli ég oft stökum eða mjög náttúrulegum augnhárum á, en mér finnst það gera mjög mikið fyrir heildarlúkkið. Ég mæli mikið með stökum augnhárum ef verið er að fara eitthvað fínt því ef þau losna þá er það mun minna mál heldur en ef heil lengja losnar.“

„Þegar kemur að húðinni finnst mér mjög mikilvægt að púðra mig vel og nota sprey til að setja farðann svo förðunin endist lengur. Ég nota laust púður og pressa það vel inn í húðina á t-svæðinu. Síðan renni ég því líka frá efri hluta eyrans og að munni til að skerpa á skyggingunni, en þetta getur líka verið sniðugt förðunartrix ef skyggingin fór óvart of neðarlega því þá virkar púðrið eins og hálfgert strokleður.“

„Að lokum finnst mér nauðsynlegt að skella ljómavöru á viðbein, …
„Að lokum finnst mér nauðsynlegt að skella ljómavöru á viðbein, axlir og jafnvel leggi. Að setja ljómavöru á þessa staði lætur húðina líta silkimjúka út og ég tala nú ekki um ef tekin er mynd með flassi.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég nota sólarvörn á hverjum degi áður en ég farða mig og dreg hana alla leið niður hálsinn að bringu. Það skiptir ekki máli hvort það sé skýjað eða hvort ég sé inni allan daginn, ég set alltaf sólarvörn.“

„Á kvöldin nota ég svokallaða tvöfalda hreinsun eða „double cleanse“. Þá byrja ég á að nota olíuhreinsi til þess að fjarlægja förðunina og þar á eftir nota ég annan hreinsi til þess að fjarlægja restina af olíuhreinsinum. Eftir að hafa hreinsað húðina nota ég stundum serum og enda alltaf á mjög rakagefandi kremi. Þriðja hvert kvöld nota ég síðan retinol.“

„Mín uppáhaldskrem eru Créme de la Mer, Bioeffect Power kremið, …
„Mín uppáhaldskrem eru Créme de la Mer, Bioeffect Power kremið, Superberry Hydrate + Glow Dream Mask frá Youth to the People og La Roche Posay Cicaplast Balm B5.“

Hvernig hugsar þú um hárið?

„Hárrútínan mín er í raun mjög einföld. Eftir að hafa þvegið hárið og á meðan það er enn rakt blæs ég hitavörn og olíu inn í það. Argan-olían frá Mariu Nila er í algjöru uppáhaldi og ég mæli hiklaust með henni. Ég reyni síðan að nota hármaska að minnsta kosti einu sinni í viku til að næra hárið almennilega.“

„Ef ég er að fara eitthvað fínt nota ég stundum vax stiftið frá Label.M til þess að sleikja niður litlu hárin. Einnig finnst mér tilvalið að nota Dream Coat-spreyið frá Color Wow en það er algjör töfravara. Spreyið ver hárið gegn raka og er þekkt fyrir að gefa svokallað „glass“ hár þar sem hárið verður silkimjúkt og glansandi. Það þarf að drekkja hárinu í vörunni meðan það er enn rakt til þess að ná fram áhrifum og nota síðan sléttujárn eða annan hita til þess að virkja vöruna almennilega.“

Uppáhaldshárvörur Hólmfríðar.
Uppáhaldshárvörur Hólmfríðar.

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Dagsdaglega tekur það mig oftast um það bil korter að mála mig og fimm mínútur aukalega í að krulla á mér hárið. Að vita til þess að ég geti farið að gera mig til er oftast það sem kemur mér fram úr á morgnanna. Mér finnst það svo ótrúlega skemmtilegt en á sama tíma róandi, þetta er svona ákveðin hugleiðslustund fyrir mér.“

„Ef ég er að fara eitthvað fínna finnst mér nauðsynlegt …
„Ef ég er að fara eitthvað fínna finnst mér nauðsynlegt að setja góða tónlist á og taka minn tíma. Þá get ég verið hátt í tvo tíma að græja mig og oft finnst mér það hreinlega vera skemmtilegasti hluti kvöldsins.“

Hvað er helst að finna í þinni snyrtibuddu?

„Í minni snyrtibuddu eru hyljari, kinnalitur, sólarpúður, augabrúnablýantur og gel, eyeliner, maskari, varablýantur og gloss.“

„Ég held ég færi ekki út úr húsi án þess að setja á mig augabrúnir. Mér finnst þær leiðinlegasta skrefið í förðun en á sama tíma það lang mikilvægasta.“

„Svo er ég líka algjörlega háð kinnalitum og vörum fyrir …
„Svo er ég líka algjörlega háð kinnalitum og vörum fyrir varirnar, en ég er sífellt að prófa nýjar vörur í þeim flokkum. Ég er alltaf með að minnsta kosti einn varablýant, einn varalit og einn gloss í hverri tösku og hverjum kápuvasa, svona til öryggis.“

Er einhver ný vara í snyrtibuddunni þinni?

„Ég er mjög hrifin af krem kinnalitunum frá Rose Inc og bætti nýlega fleiri litum í safnið. Mér finnst ótrúlega fallegt og frísklegt að vera varla neitt máluð um augun og setja síðan áberandi lit á kinnarnar og varirnar. Sjálf er ég mjög hrifin af því að nota fallegan berjalit á veturna líkt og litinn Azaela frá Rose Inc.“

Áttu þér uppáhaldsræki fyrir hárið?

„Ég nota Signature Styler sléttujárnið og Rod 4 krullujárnið, bæði frá HH Simonsen. Sléttujárnir sléttar hárið á methraða þar sem platan er mjög breið. Að sama skapi hef ég aldrei verið jafn fljót að krulla á mér hárið eins og með krullujárninu, en það hitnar á innan við mínútu og krullurnar endast ótrúlega lengi.“

„Stundum nota ég hárrúllur í hárið, en mér finnst þær hjálpa til við að gefa hárinu fyllingu. Ég er mjög hrifin af fyllingu og á það til að nota hárlengingar frá Bellami til þess að fá enn meiri fyllingu ef ég er að fara eitthvað mjög fínt. Ég nota þær aðallega ef ég er að setja hárið hálft upp og þær gjörbreyta útkomunni. 

„Mér finnst mikilvægt að nota ekta hár í hárlengingum því …
„Mér finnst mikilvægt að nota ekta hár í hárlengingum því þá er hægt að þrífa, lita, slétta og krulla hárið að vild.“

Hvaða þrjár vörur eru ómissandi í snyrtibudduna þína?

„Ef ég ætti að velja þrjár uppáhaldsvörur þá væru það Les Beiges krem sólarpúðrið frá Chanel, Beauty Light Wand ljómavaran í litnum Spotlight frá Charlotte Tilbury og Miniralize Skinfinish púðrið frá Mac í litnum Global Glow.“

„Krem sólarpúðrið er það allra besta sem ég hef prófað hingað til. Undirtónninn er fullkominn, hann er ekki of þykkur og svo blandast hann ótrúlega auðveldlega á húðinni. Miniralize Skinfinish púðrið er eins og sanserað sólarpúður sem hljómar kannski ógnvegjandi en hann er gullfallegur. Ég nota hann aðallega ef ég púðra mig óvart aðeins of mikið. Þá renni ég honum yfir ennið og meðfram kinnunum og fæ þannig aftur líf í húðina.“

„Beauty Light Wand er síðan allra besta fljótandi ljómavara sem …
„Beauty Light Wand er síðan allra besta fljótandi ljómavara sem til er. Ég er alltaf jafn dáleidd af honum eftir að hafa sett hann á og svo hef ég fengið ótal hrós fyrir húðina í þau skipti sem ég nota hann.“

Hvað heldur þú að komi sterkt inn í förðun í ár?

„Ég er mjög hrifin af náttúrulega trendinu sem hefur verið undanfarið þar sem fókusinn er á að nota kremvörur til að ná fram ljómandi húð. Það trend virðist ekki vera að fara neitt á næstunni.“

„Ég held að við munum færa okkur örlítið yfir í kaldari tóna í ár. Ég held einnig að litaðar varir með glossi verði enn ýktari og vinsælli. áður fyrr hef ði ég aldrei notað litaðan eða glæran gloss ofan á áberandi lit á vörunum, en í dag finnst mér það mjög fallegt. Stundum fylli ég jafnvel inn í varirnar með áberandi varablýanti og set glært gloss yfir til að ná fram þessu lúkki.“

Hvaða vörur eru efst á óskalistanum?

„Mig langar að prófa fleiri vörur frá Makeup By Mario, Charlotte Tilbury og Pat McGrath. Ég hef líka lengi ætlað að panta mér lausa púðrið frá Huda Beauty og krem sólarpúðrið frá Nars því ég hef heyrt ótal góða hluti um þær vörur.“

mbl.is