Biðja Þjóðverja um leyfi til að senda skriðdreka

Úkraína | 23. janúar 2023

Biðja Þjóðverja um leyfi til að senda skriðdreka

Pólverjar ætla að biðja Þjóðverja um leyfi til þess að senda skriðsdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Biðja Þjóðverja um leyfi til að senda skriðdreka

Úkraína | 23. janúar 2023

Pólskur Leopard-skriðdreki á heræfingu.
Pólskur Leopard-skriðdreki á heræfingu. AFP/Wojtek Radwanski

Pólverjar ætla að biðja Þjóðverja um leyfi til þess að senda skriðsdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Pólverjar ætla að biðja Þjóðverja um leyfi til þess að senda skriðsdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, greindi frá þessu.

„Við munum biðja um þetta leyfi,“ sagði hann við blaðamenn, degi eftir að utanríkisráðherra Þýskalands sagði að þarlend stjórnvöld væru tilbúin til að samþykkja slíkan flutning.

Þýskir skriðdrekar af tegundinni Leopard 2 A7.
Þýskir skriðdrekar af tegundinni Leopard 2 A7. AFP/Patrik Stollarz

Úkraínumenn hafa gagnrýnt hve tví­stíg­andi Vest­ur­veld­in hafa verið við að senda þeim vopna­búnað til að styrkja þá gegn rúss­neska inn­rás­ar­hern­um.

mbl.is