Fjórtán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarpið

Alþingi | 23. janúar 2023

Fjórtán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarpið

Grasrótarhreyfingin Fellum frumvarpið fordæmir útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem er til annarrar umræðu á Alþingi í dag. 

Fjórtán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarpið

Alþingi | 23. janúar 2023

Frá mótmælatónleikum sem haldnir voru af grasrótarsamtökunum Fellum frumvarpið í …
Frá mótmælatónleikum sem haldnir voru af grasrótarsamtökunum Fellum frumvarpið í síðustu viku. mbl.is/Óttar

Grasrótarhreyfingin Fellum frumvarpið fordæmir útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem er til annarrar umræðu á Alþingi í dag. 

Grasrótarhreyfingin Fellum frumvarpið fordæmir útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem er til annarrar umræðu á Alþingi í dag. 

Líkt og greint var frá í Morgunblaðiðnu í morgun gera þingmenn ráð fyrir löngum umræðum um málið og er ekki ólíklegt að þingfundir muni standa fram á kvöld næstu daga. 

Frá tónleikum Fellum frumvarpið.
Frá tónleikum Fellum frumvarpið. mbl.is/Óttar

Undir yfirlýsingu Fellum frumvarpið skrifa fjórtán ungliðahreyfingar og lýsa yfir stuðningi og taka undir umsagnir Íslandsdeildar Amnesty International, Kvenréttindafélags Íslands, SOLARIS, Rauða krossins, Unicef á Íslandi, UN Women og Þroskahjálpar við frumvarpið. 

Brjóti gegn Barnasáttmála 

Í tilkynningu frá Fellum frumvarpið segir að útlendingafrumvarpið stangist á við ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið á Íslandi.

„En í 3. gr. Barnasáttmálans kemur fram að stjórnvöld eigi að taka ákvarðanir sem varða börn, byggt á því sem er börnunum fyrir bestu. Auk þess þá brýtur frumvarpið 1. gr. jafnréttislaga. Frumvarpið veitir stjórnvöldum heimild til að senda flóttamenn til ríkja sem ekki eru talin örugg móttökuríki eins og Rauði krossinn hefur bent á,“ segir í tilkynningu. 

Fjórtán ungliðahreyfingar skrifa undir áskorunina.
Fjórtán ungliðahreyfingar skrifa undir áskorunina. mbl.is/Óttar

Eftirfarandi félög skora á dómsmálaráðuneytið, Birgi Ármannsson forseta Alþingis og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að draga frumvarpið til baka og vinna það upp á nýtt í samstarfi við fagaðila þar sem virðing fyrir jafnrétti og mannréttindum eru höfð í hávegum.


Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty
Ungmennaráð Þroskahjálpar
Ungheill - Ungmennaráð Barnaheilla
Ungmennaráð UN Women
Ungir umhverfissinnar
Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Háskólahreyfing Amnesty
Femínistafélag Háskóla Íslands
Q-félag hinsegin stúdenta
Ung vinstri græn
Ungir sósíalistar
Ungt jafnaðarfólk
Ungir Píratar
Uppreisn - Ungliðahreyfing Viðreisnar

mbl.is