Gæti kostað Svíþjóð NATO-aðildina

Úkraína | 23. janúar 2023

Gæti kostað Svíþjóð NATO-aðildina

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Svíar ættu ekki að búast við stuðningi Tyrklands við aðildarumsókn landsins í NATO. Dropinn sem fyllti mælinn voru mótmæli um helgina, þar sem kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi.

Gæti kostað Svíþjóð NATO-aðildina

Úkraína | 23. janúar 2023

Erdogan Tyrklandsforseti er ekki sammála því að það falli undir …
Erdogan Tyrklandsforseti er ekki sammála því að það falli undir tjáningafrelsi að kveikja í kóraninum. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Svíar ættu ekki að búast við stuðningi Tyrklands við aðildarumsókn landsins í NATO. Dropinn sem fyllti mælinn voru mótmæli um helgina, þar sem kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Svíar ættu ekki að búast við stuðningi Tyrklands við aðildarumsókn landsins í NATO. Dropinn sem fyllti mælinn voru mótmæli um helgina, þar sem kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi.

„Svíþjóð ætti ekki að búast við stuðningi okkar fyrir NATO,“ sagði Erdogan í dag en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig opinberlega um mótmæli helgarinnar.

„Það er ljóst að þau sem ollu slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki lengur búist við velvild okkar varðandi umsókn þeirra um aðild að NATO,“ sagði Erdogan.

Hann segir að það að brenna hina helgu bók, kóraninn, sé hatursglæpur og það sé ekki hægt að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi.

Allar þjóðir innan bandalagsins þurfa að samþykkja aðildarumsókn nýrra ríkja, en einungis Ungverjar og Tyrkir eiga enn eftir að staðfesta umsóknina af bandalagsríkjunum 30. Ungversk stjórnvöld hafa hins vegar lýst því yfir að þingið muni taka málið upp þegar það kemur aftur úr vetrarfríi í febrúar.

mbl.is