Mikil aukning á greiðslum skaðabóta

Dagmál | 23. janúar 2023

Mikil aukning á greiðslum skaðabóta

Síðastliðin tvö ár hafa umsóknir til bótanefndar farið yfir fimm hundruð mál á ári og er það mikil aukning frá því sem verið hefur. Bótanefnd annast greiðslur til þolenda eftir að dómstólar hafa dæmt miska– og skaðabætur í málum þeirra.

Mikil aukning á greiðslum skaðabóta

Dagmál | 23. janúar 2023

Síðastliðin tvö ár hafa umsóknir til bótanefndar farið yfir fimm hundruð mál á ári og er það mikil aukning frá því sem verið hefur. Bótanefnd annast greiðslur til þolenda eftir að dómstólar hafa dæmt miska– og skaðabætur í málum þeirra.

Síðastliðin tvö ár hafa umsóknir til bótanefndar farið yfir fimm hundruð mál á ári og er það mikil aukning frá því sem verið hefur. Bótanefnd annast greiðslur til þolenda eftir að dómstólar hafa dæmt miska– og skaðabætur í málum þeirra.

Halldór Þormar Halldórsson er starfsmaður bótanefndar og hefur verið í tæpa tvo áratugi. Hann segir málunum hafa fjölgað mikið síðustu ár og sé birtingarmynd aukins ofbeldis í samfélaginu.

Bótagreiðslum vegna heimilisofbeldismála hefur fjölgað síðari ár. Hlutfall bótagreiðslna vegna kynferðisbrotamála hefur hækkað mikið. Var fyrr á öldinni um tuttugu prósent er nú um það bil fjörutíu prósent.

Halldór Þormar er gestur Dagmála í dag og ræðir framkvæmdina og ýmislegt sem betur mætti fara. Síðast var hámark og lágmark greiðslna frá bótanefnd ákvarðað árið 2012. Hann telur rétt að endurskoða þau fjárhæðamörk á nýjan leik. Það er hans skoðun að rétt væri að hækka hámarksgreiðslur og einnig að lækka lágmarkið sem miðað er við. 

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is