Sendiherra Eistlands vísað úr landi

Úkraína | 23. janúar 2023

Sendiherra Eistlands vísað úr landi

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa sendiherra Eistlands úr landi og saka eistnesk stjórnvöld um „algjöra Rússlandsfælni“.

Sendiherra Eistlands vísað úr landi

Úkraína | 23. janúar 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Miklail Klimentyev/Spútnik

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa sendiherra Eistlands úr landi og saka eistnesk stjórnvöld um „algjöra Rússlandsfælni“.

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa sendiherra Eistlands úr landi og saka eistnesk stjórnvöld um „algjöra Rússlandsfælni“.

Einnig hafa Rússar dregið úr mikilvægi diplómatískra samskipta sinna við Eistland.

„Sendiherra Eistlands verður að yfirgefa Rússland 7. febrúar,“ sagði í yfirlýsingu rússneska utanríkisráðuneytisins.

Ákvörðunin var tekin eftir að Eistlendingar fækkuðu starfsfólki sínu í sendiráði Rússa í Tallinn, höfuðborg Eistlands, sagði einnig í yfirlýsingunni.

mbl.is