Sendiherra Rússlands vísað frá Eistlandi

Úkraína | 23. janúar 2023

Sendiherra Rússlands vísað frá Eistlandi

Stjórnvöld í Eistlandi ætla að vísa sendiherra Rússlands í höfuðborginni Tallinn úr landi í hefndarskyni eftir að Rússar vísuðu eistneska sendiherranum í Moskvu úr landi.

Sendiherra Rússlands vísað frá Eistlandi

Úkraína | 23. janúar 2023

Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands.
Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands. AFP/John Thys

Stjórnvöld í Eistlandi ætla að vísa sendiherra Rússlands í höfuðborginni Tallinn úr landi í hefndarskyni eftir að Rússar vísuðu eistneska sendiherranum í Moskvu úr landi.

Stjórnvöld í Eistlandi ætla að vísa sendiherra Rússlands í höfuðborginni Tallinn úr landi í hefndarskyni eftir að Rússar vísuðu eistneska sendiherranum í Moskvu úr landi.

„Við fylgjum þeirri stefnu að samræmis sé gætt í samskiptum við Rússa,“ sagði í tísti frá utanríkisráðuneyti Eistlands.

Þar kom einnig fram að rússneski sendiherrann skuli yfirgefa Eistland á sama tíma og eistneski sendiherrann á að yfirgefa Rússland 7. febrúar. Ákvörðun Rússa var tek­in eft­ir að Eist­lend­ing­ar fækkuðu starfs­fólki sínu í sendi­ráði Rússlands í Tall­inn.

mbl.is