Hvað getur þú gert til þess að hætta að rífast við aðra?

Andleg heilsa | 24. janúar 2023

Hvað getur þú gert til þess að hætta að rífast við aðra?

Janet Reibstein er klínískur sálfræðingur sem leggur áherslu á að ráðleggja fólki um bætt samskipti. Hún segir ávinninginn af góðum samskiptum við fólk jafnist á við það að hætta að reykja, hvað heilsu varðar.

Hvað getur þú gert til þess að hætta að rífast við aðra?

Andleg heilsa | 24. janúar 2023

Góð samskipti bæta alla almenna heilsu.
Góð samskipti bæta alla almenna heilsu. mbl.is/Colourbox

Janet Reibstein er klínískur sálfræðingur sem leggur áherslu á að ráðleggja fólki um bætt samskipti. Hún segir ávinninginn af góðum samskiptum við fólk jafnist á við það að hætta að reykja, hvað heilsu varðar.

Janet Reibstein er klínískur sálfræðingur sem leggur áherslu á að ráðleggja fólki um bætt samskipti. Hún segir ávinninginn af góðum samskiptum við fólk jafnist á við það að hætta að reykja, hvað heilsu varðar.

„Við erum stöðugt í samskiptum við fólk, hvort sem það er heima eða í vinnunni. Mikið af árekstrum er hægt að koma í veg fyrir. Ef maður er meðvitaður um sín innri ferli og berð kennsl á óþægilegar tilfinningar þá er valdið með þér. Þú getur átt í góðum samskiptum við alla,“ segir Reibstein í viðtali við The Times.

Dragðu djúpt andann

„Þetta eru nokkur stig sem snúast um tilfinningalega stjórnun. Ef einhver er leiðinlegur, ekki svara í sömu mynt. Dragðu djúpt andann og viðurkenndu fyrir þér hvernig þér líður. Reyndu svo að ímynda þér hvernig hinni manneskjunni líður. Byrjaðu svo samtalið. Viðurkenndu til dæmis að þú hafir ef til vill verið óskýr og svo framvegis. Svo þarf stundum að biðjast afsökunar. Það getur verið erfitt að fá sig til þess en það er oft á tíðum algjörlega nauðsynlegt.“

„Við verjum mestum tíma á vinnustaðnum og þar leynast ýmsir mjög ólíkir persónuleikar. Sumir læðast meðfram veggjunum á meðan aðrir eru mjög ráðandi og krefjandi. Erfðir persónuleikar þurfa sérstaka meðhöndlun því annars er hætt á því að gott fólk velji að starfa annars staðar því þeir geti ekki átt í samskiptum við það.“

Mikilvægt að koma tilfinningum sínum í orð

„Karlar þurfa sérstaklega að huga að því að koma tilfinningum sínum í orð. Sambönd þeirra verða fyrir vikið betri auk þess sem rannsóknir sýna að þeir minnka þannig líkur á hjartaáföllum eða geðheilbrigðisvandamálum.“

„Konur eru líklegri til þess að tala um málin þegar erfiðleikar rísa á yfirborðið á meðan karlar bíða þar til allt er komið í hnút.“

Samskipti bæta heilsuna

„Hvað sem öllu líður þá er mikilvægt að hlutfall góðs tíma og slæms fari ekki fram úr fimm á móti einum. Munum að öll heilbrigð sambönd leiða til heilbrigðs lífs. Góðir vinir hafa einnig áhrif á heilsuna og rannsóknir hafa sýnt að vinátta geti lækkað blóðþrýstinginn.

Nokkur góð ráð:

1. Tilfinningastjórnun

Það að geta róað sig þegar tilfinningarnar eru að láta á sér kræla. Þegar þú ert í uppnámi, reið, stressuð eða pirruð.

2. Að sjá fyrir sér viðbrögð

Reyndu að setja þig í spor annarra og skildu þeirra sjónarmið.

3. Orðaðu á vissan hátt

Passaðu upp á hvernig þú orðar hlutina. Reyndu að fá fólk með þér í lið með orðalaginu og hugsa á þínum nótum.

4. Bættu fyrir mistök

Maður kemst aftur á sporið ef maður biðst afsökunar og leiðréttir hlutina. Ef það hefur orðið misskilningur reyndu þá að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu áður en áfram er haldið.

mbl.is