100 íbúðir í stað 800 í boði

Húsnæðismarkaðurinn | 25. janúar 2023

100 íbúðir í stað 800 í boði

Ef fólk ætlar að taka óverðtryggt lán fyrir 80% af kaupverði og hefur greiðslugetu upp á 250.000 krónur þá eru aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standa því til boða. Þá þurfa íbúðir að kosta innan við 47,5 milljónir króna.

100 íbúðir í stað 800 í boði

Húsnæðismarkaðurinn | 25. janúar 2023

Hækkun fasteignaverðs og vextir á óverðtryggðum íbúðalánum gera það að …
Hækkun fasteignaverðs og vextir á óverðtryggðum íbúðalánum gera það að verkum að fáar íbúðir er hægt að kaupa með þessa greiðslugetu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ef fólk ætlar að taka óverðtryggt lán fyrir 80% af kaupverði og hefur greiðslugetu upp á 250.000 krónur þá eru aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standa því til boða. Þá þurfa íbúðir að kosta innan við 47,5 milljónir króna.

Ef fólk ætlar að taka óverðtryggt lán fyrir 80% af kaupverði og hefur greiðslugetu upp á 250.000 krónur þá eru aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standa því til boða. Þá þurfa íbúðir að kosta innan við 47,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS.

Til samanburðar þá voru í byrjun ársins 2020, fyrir Covid-19, yfir 800 íbúðir til sölu sem þessi greiðslugeta hefði staðið undir.

Hækkun fasteignaverðs og vextir á óverðtryggðum íbúðalánum gera það að verkum að fáar íbúðir er hægt að kaupa með þessa greiðslugetu. Þrátt fyrir að framboð íbúða hafi aukist verulega frá því í byrjun síðasta árs hefur framboð íbúða með greiðslubyrði undir 300.000 krónum nokkurn veginn staðið í stað og íbúðum með greiðslubyrði undir 250.000 fækkað um nærri helming.

Svipaða sögu er að segja um nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þar hefur framboð íbúða með greiðslubyrði undir 200.000 krónum fækkað úr 626 þegar mest var, í byrjun júní 2021, í 38 núna. Íbúðum með greiðslubyrði undir 250.000 krónum hefur fækkað úr 721 í 66.

mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir helmingur íbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu, eða 51,5%, eru með yfir 400.000 kr. greiðslubyrði, sem jafngildir 76 milljóna króna verðmiða, miðað við að tekið sé óverðtryggt lán fyrir 80% af kaupverðinu. Þar fyrir utan eru 4,4% íbúða ekki með ásett verð en eflaust seljast margar þeirra einnig yfir 76. milljónum króna, að því er segir í skýrslunni.

Fleiri íbúðir standa til boða með greiðslubyrði undir 250.000 krónum ef valið er verðtryggt lán enda stendur sú greiðslubyrði undir kaupum á 87,6 milljóna króna íbúð. Á höfuðborgarsvæðinu eru þær nú 842 talsins.

Vextir á verðtryggðum íbúðalánum bankanna hafa hækkað um ríflega 1,5 prósentustig frá því í júní síðastliðnum sem hefur lækkað hlutfall íbúða til sölu með greiðslubyrði undir 250.000 krónur. Aukið framboð á undanförnum misserum hefur aftur á móti gert það að verkum að fleiri íbúðir standa til boða fyrir þessa greiðslubyrði nú en var stærstan hluta árs í fyrra.

mbl.is