Bandaríkjamenn íhuga að senda 30 skriðdreka

Úkraína | 25. janúar 2023

Bandaríkjamenn íhuga að senda 30 skriðdreka

Búist er við því að þýsk stjórnvöld ákveði í dag hvort þau sendi kraftmikla skriðdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Bandaríkjamenn íhuga að senda 30 skriðdreka

Úkraína | 25. janúar 2023

Pólskur Leopard-skriðdreki.
Pólskur Leopard-skriðdreki. AFP/Wotjek Radwanski

Búist er við því að þýsk stjórnvöld ákveði í dag hvort þau sendi kraftmikla skriðdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Búist er við því að þýsk stjórnvöld ákveði í dag hvort þau sendi kraftmikla skriðdreka af gerðinni Leopard til Úkraínu.

Þýskir fjölmiðlar, þar á meðal dagblaðið Der Spiegel og fréttastöðin NTV, segja að kanslarinn Olaf Scholz ætli að gefa grænt ljós og senda þangað skriðdreka, en þeir eru smíðaðir í Þýskalandi.

Einnig er búist við því að önnur lönd, þar á meðal Pólland, fái leyfi Þjóðverja til að senda skriðdreka sína til Úkraínu.

Bandarísk stjórnvöld eru einnig sögð hallast að því að senda skriðdreka af tegundinni Abrams M1 til Úkraínu.

Að sögn BBC ætla Þjóðverjar að senda að minnsta kosti 14 skriðdreka til landsins til notkunar í stríðinu gegn Rússum og Bandaríkjamenn að minnsta kosti 30.

mbl.is