Gagnrýnir að lykilvitni sé lögmaður ríkisins

Alþingi | 25. janúar 2023

Gagnrýnir að lykilvitni sé lögmaður ríkisins

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi í dag að einn af stjórnendum Lindarhvols sé fenginn til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn Íslenska ríkisins og Lindarhvols ehf. gagnvart sókn Frigus ehf. gegn hans eigin ákvörðunum. 

Gagnrýnir að lykilvitni sé lögmaður ríkisins

Alþingi | 25. janúar 2023

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi í dag að einn af stjórnendum Lindarhvols sé fenginn til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn Íslenska ríkisins og Lindarhvols ehf. gagnvart sókn Frigus ehf. gegn hans eigin ákvörðunum. 

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi í dag að einn af stjórnendum Lindarhvols sé fenginn til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn Íslenska ríkisins og Lindarhvols ehf. gagnvart sókn Frigus ehf. gegn hans eigin ákvörðunum. 

Í dag fór fram aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Frigus II ehf. gegn Lindarhvoll ehf. og Íslenska ríkinu. Málið snýst um ákvarðanir stjórnenda Lindarhvols um hverjir fengu að kaupa eignir og á hvað. 

Linda­hvoll ehf. var stofnað í apríl árið 2016 og var til­gang­ur fé­lags­ins að ann­ast um­sýslu, ráðstöf­un og sölu stöðug­leikafram­lagseigna. 

Helga Vala sagði að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi fengið trúnaðarvin sinn, Steinar Þór Guðgeirsson, til að stýra Lindarhvol. 

Kemur mögulega í ljós á morgun

„Við söluna vöknuðu fjölmargar spurningar og var kallað til skýrslu ríkisendurskoðunar um hvort rétt hefði verið staðið að þessu vandasama verki,“ sagði hún og bætti við að Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, skilaði ráðherra og Alþingi síðan skýrslu um hvers hann hafi orðið áskynja við rannsóknina. 

„Núverandi og fyrrverandi forseti Alþingis hafa enn ekki leyft birtingu þessarar skýrslu þrátt fyrir ákvörðun forsætisnefndar frá því í fyrra þar um.“

Helga Vala sagði að hvað valdi þessu muni mögulega koma í ljós á morgun er Sigurður ber vitnisburð fyrir dómi. 

Sagði hún það vera varahugavert að Steinar hafi beina hagsmuni að gæta við niðurstöðu málsins. „Enda er lögmaðurinn sjálfur lykilvitni í málinu,“ sagði Helga Vala. 

„Hvar í heimi hér gæti verið uppi viðlíka staða og við sjáum nú eiga sér stað í dómskerfinu af hálfu ríkisvaldsins.“ 

mbl.is