Glænýtt par í ástarfríi

Stjörnur á ferð og flugi | 25. janúar 2023

Glænýtt par í ástarfríi

Grínistinn Pete Davidson hefur átt í ástarsamböndum við margar af frægustu konum heims undanfarin ár og er leikkonan Chase Sui Wonders sú nýjasta. Parið fór ekki leynt með aðdáun sína hvort á öðru í rómantísku fríi á Hawaii. 

Glænýtt par í ástarfríi

Stjörnur á ferð og flugi | 25. janúar 2023

Chase Sui Wonders og Pete Davidson eru nýtt par.
Chase Sui Wonders og Pete Davidson eru nýtt par. Samsett mynd

Grínistinn Pete Davidson hefur átt í ástarsamböndum við margar af frægustu konum heims undanfarin ár og er leikkonan Chase Sui Wonders sú nýjasta. Parið fór ekki leynt með aðdáun sína hvort á öðru í rómantísku fríi á Hawaii. 

Grínistinn Pete Davidson hefur átt í ástarsamböndum við margar af frægustu konum heims undanfarin ár og er leikkonan Chase Sui Wonders sú nýjasta. Parið fór ekki leynt með aðdáun sína hvort á öðru í rómantísku fríi á Hawaii. 

Hjartaknúsarinn sást halda utan um nýju kærustuna á meðan þau busluðu í sjónum. Á meðan sýndi hann flúraðan líkamann en hann lét nýlega fjarlægja húðflúrið sem hann fékk sér til heiðurs Kim Kardashian þegar þau voru saman. Eftir að hafa kælt sig aðeins í sjónum keluðu þau aðeins á sólbekk á ströndinni. 

Þetta er ekki fyrsta skipti sem parið sést saman að njóta lífsins þó það hafi ekki formlega staðfest samband sitt. Ekki nóg með að fara í draumafrí til Hawaii fóru þau í einn skemmtilegasta skemmtigarð heims, Universal Studios, og héldust þar í hendur. 

mbl.is