Langar mest í áfengi þegar hann er einn

Edrúland | 25. janúar 2023

Langar mest í áfengi þegar hann er einn

Leikarinn Daryl Sabara ákvað að hætta að drekka og reykja gras eftir að sálfræðingurinn hans mælti með því við hann. Sabara segir vegferð sína að lífstíl án vímuefna ekki hafa verið mjög erfiða, en að hann eigi erfiðast að halda sér edrú þegar hann er einn.

Langar mest í áfengi þegar hann er einn

Edrúland | 25. janúar 2023

Daryl Sabara og eiginkona hans Meghan Trainor halda úti hlaðvarpsþáttum.
Daryl Sabara og eiginkona hans Meghan Trainor halda úti hlaðvarpsþáttum. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Daryl Sabara ákvað að hætta að drekka og reykja gras eftir að sálfræðingurinn hans mælti með því við hann. Sabara segir vegferð sína að lífstíl án vímuefna ekki hafa verið mjög erfiða, en að hann eigi erfiðast að halda sér edrú þegar hann er einn.

Leikarinn Daryl Sabara ákvað að hætta að drekka og reykja gras eftir að sálfræðingurinn hans mælti með því við hann. Sabara segir vegferð sína að lífstíl án vímuefna ekki hafa verið mjög erfiða, en að hann eigi erfiðast að halda sér edrú þegar hann er einn.

„Sálfræðingurinn minn gaf mér rosalega gott ráð sem hefur hjálpað mér mikið. Hún sagði mér bara að ef mig langaði til að vera í toppstandi ætti ég að prófa að vera alveg edrú,“ sagði hinn þrítugi leikari í hlaðvarpsþætti sínum Workin’ On It sem hann og eiginkona hans Meghan Trainor halda úti.

Langaði að vera í toppstandi

„Ég hugsaði bara, já, auðvitað vil ég vera í topppstandi. Það kveikti eld innra með mér, jafnvel þó gras væri ekki það slæmt fyrir mig núna, þá þarf ég ekki að halda áfram að prófa það til að kanna hvort það verði slæmt fyrir mig. Þannig ég ákvað bara að prófa að vera alveg edrú,“ sagði leikarinn. Þau hjónin deildu broti úr þættinum á TikTok.

„Ég er búinn að komast að því að það getur verið erfitt fyrir mig að vera einn. Þannig að þegar ég er einn þá er ég viðbúinn því að heyra litla púkann í höfðinu segja mér að ég sé einn, ég geti gert hvað sem er. Það er risa stórt fyrir mér að vita að ég muni hugsa þetta í stað þess að fá mér áfengi eða jónu,“ sagði Sabara.

Sabara viðurkenndi að þetta væri ekki svo auðvelt alltaf. Hann notaði oft gras áður en hann færi á einhverja viðburði.

mbl.is