„Guðmundi endalaust hent fyrir rútuna“

Dagmál | 26. janúar 2023

„Guðmundi endalaust hent fyrir rútuna“

„Gummi Gumm er besti landsliðsþjálfari sem við höfum nokkurn tímann haft,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gert upp.

„Guðmundi endalaust hent fyrir rútuna“

Dagmál | 26. janúar 2023

„Gummi Gumm er besti landsliðsþjálfari sem við höfum nokkurn tímann haft,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gert upp.

„Gummi Gumm er besti landsliðsþjálfari sem við höfum nokkurn tímann haft,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gert upp.

Mikið hefur rætt um framtíð landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar eftir að Ísland hafnaði í 12. sæti á HM undir hans stjórn.

Guðmundur er með samning sem rennur út eftir Ólympíuleikana 2024 í París í Frakklandi en þjálfarinn var einna helsta gagnrýndur fyrir varnarleik liðsins á HM, og að nýta ekki breiddina betur í íslenska hópnum.

„Mér finnst smá slappt að vera endalaust að henda honum fyrir rútuna,“ sagði Bjarni.

„Hann hefur unnið gull og silfur á Ólympíuleikum, brons á Evrópumóti og þetta er frábær þjálfari,“ sagði Bjarni meðal annars.

Uppgjörið úr riðlakeppni HM má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is