Hugfangin af White Lotus-leikurunum

Kardashian | 26. janúar 2023

Hugfangin af White Lotus-leikurunum

Þáttaraðir White Lotus hafa slegið rækilega í gegn frá því þær komu út á streymisveitu HBO. Jafnvel Kim Kardashian er hugfangin af þáttunum, og þá sérstaklega af ítölsku leikkonunum sem fara með hlutverk hinna dularfullu vinkvenna, Miu og Luciu, í annarri þáttaröð. 

Hugfangin af White Lotus-leikurunum

Kardashian | 26. janúar 2023

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er hugfangin af ítölsku leikkonunum Simona Tabasco …
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er hugfangin af ítölsku leikkonunum Simona Tabasco og Beatrice Grannó. Samsett mynd

Þáttaraðir White Lotus hafa slegið rækilega í gegn frá því þær komu út á streymisveitu HBO. Jafnvel Kim Kardashian er hugfangin af þáttunum, og þá sérstaklega af ítölsku leikkonunum sem fara með hlutverk hinna dularfullu vinkvenna, Miu og Luciu, í annarri þáttaröð. 

Þáttaraðir White Lotus hafa slegið rækilega í gegn frá því þær komu út á streymisveitu HBO. Jafnvel Kim Kardashian er hugfangin af þáttunum, og þá sérstaklega af ítölsku leikkonunum sem fara með hlutverk hinna dularfullu vinkvenna, Miu og Luciu, í annarri þáttaröð. 

Í nýjustu herferð Skims fékk Kardashian tvíeykið til að sitja fyrir í væntanlegri valentínusarlínu nærfatamerkisins. „Ég horfði á The White Lotus og varð að fá stelpurnar mínar,“ skrifaði Kardashian við myndaröðina. 

Vinátta sem skín í gegn

Leikkonurnar Simona Tabasco og Beatrice Grannó, sem eru báðar frá Napólí á Ítalíu, skutust hratt upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk þeirra í þáttunum. Þar leika þær bestu vinkonur sem svindla pening út úr ríkum mönnum. 

Tabasco og Grannó voru vinkonur áður en þær fengu hlutverk í þáttunum og því óhætt að segja að vinátta þeirra hafi skinið skært í þáttunum, en það gerir hún líka í nýjustu herferð Skims. 

„Hún er snillingur í markaðssetningu“

„Að fá að vera með í alþjóðlegri tískuherferð með Beatrice sem fagnar vináttu, konum, og því að upplifa sig sterka og kynþokkafulla í eigin líkama er svo gefandi,“ sagði Tabasco í fréttatilkynningu frá Skims. 

Kardashian hefur fengið mikið lof fyrir myndirnar og markaðssetninguna. „Að fá rísandi stjörnur úr White Lotus þáttunum í Skims herferð? Hún er snillingur í markaðssetningu,“ skrifaði Sam Stryker á Twitter.

mbl.is