Í hvaða kjól var Katrín í Berlín?

Fatastíllinn | 26. janúar 2023

Í hvaða kjól var Katrín í Berlín?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hitti Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í vikunni. Á fundinum ræddu þau hið sterka samband sem Ísland og Þýskaland eiga og hvernig væri hægt að styrkja það enn frekar. 

Í hvaða kjól var Katrín í Berlín?

Fatastíllinn | 26. janúar 2023

Katrín Jakobsdóttir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. Hann var í …
Katrín Jakobsdóttir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. Hann var í hefðbundnum jakkafötum en hún klæddist íslenskri hönnun eins og hún gerist best. Ljósmynd/Samsett

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hitti Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í vikunni. Á fundinum ræddu þau hið sterka samband sem Ísland og Þýskaland eiga og hvernig væri hægt að styrkja það enn frekar. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hitti Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í vikunni. Á fundinum ræddu þau hið sterka samband sem Ísland og Þýskaland eiga og hvernig væri hægt að styrkja það enn frekar. 

Lesendur Smartlands voru forvitnir að vita í hvaða kjól Katrín var þegar hún hitti Scholz. Það er því vert að upplýsa það að kjóllinn sem hún klæddist er íslensk hönnun. Hann er frá Anítu Hirlekar og kallast ROSA kjóll. Hönnun Anítu státar gjarnan af sterkum munstrum og klæðilegum sniðum. Kjólar hennar hafa notið mikilla vinsælda hérlendis enda einstaklega smart. Það sem gerir kjólana eigulega er að margir þeirra eru úr teygjuefni sem gerir það að verkum að þeir eru álíka þægilegir og íþróttagallar. 

Á meðan Katrín klæddist hönnun Anítu Hirlekar í Berlín skartaði Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur og þýðandi, einnig kjól úr hennar smiðju þegar hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís. 

Hér er rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir í kjól frá Anítu Hirlekar …
Hér er rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir í kjól frá Anítu Hirlekar en hún klæddist kjólnum þegar hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Kollhnís í vikunni. Með henni á myndinni eru Skúli Sigurðsson, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is