Fóru í ævintýralega ferð til Afríku

Stjörnur á ferð og flugi | 27. janúar 2023

Fóru í ævintýralega ferð til Afríku

Mar­vel-stjarn­an Chris Hemsworth er nýkominn heim úr fríi en kappinn kann að velja sér áfangastaðina. Hemsworth fór með eiginkonu sinni, Elsu Pataky, og börnum alla leið til Kenía þar sem ævintýrin voru á hverju horni. 

Fóru í ævintýralega ferð til Afríku

Stjörnur á ferð og flugi | 27. janúar 2023

Chris Hemsworth og Elsu Pataky í Kenía.
Chris Hemsworth og Elsu Pataky í Kenía. Skjáskot/Instagram

Mar­vel-stjarn­an Chris Hemsworth er nýkominn heim úr fríi en kappinn kann að velja sér áfangastaðina. Hemsworth fór með eiginkonu sinni, Elsu Pataky, og börnum alla leið til Kenía þar sem ævintýrin voru á hverju horni. 

Mar­vel-stjarn­an Chris Hemsworth er nýkominn heim úr fríi en kappinn kann að velja sér áfangastaðina. Hemsworth fór með eiginkonu sinni, Elsu Pataky, og börnum alla leið til Kenía þar sem ævintýrin voru á hverju horni. 

Fjölskyldan fór greinilega í skemmtileg safarí og komust í návígi við ljón, gíraffa og fíla. Auk þess að skoða dýr í hlýju loftslagi nutu þau náttúrufegurðarinnar í Kenía og voru stórhrifin. 

„Einn af okkar uppáhaldsstöðum í heiminum! Mig dreymir alltaf Afríku,“ skrifaði Pataky á Instgram og deildi ævintýralegum myndum úr ferðalaginu á samfélagsmiðlinum. Hemsworth talaði einnig fallega um ferðina á Instagram. 

Kenía getur verið algjör lúxusáfangastaður. Árið 2021 var hótelið Mahali Mzuri í Ken­ía valið það besta í heimi í kosningu Travel and Leisure. 

View this post on Instagram

A post shared by Elsa Pataky (@elsapataky)mbl.is