Spennt að læra leynitrixin hans Ísaks

Snyrtibuddan | 27. janúar 2023

Spennt að læra leynitrixin hans Ísaks

Á morgun verður Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari með MasterClass í MakeUp Studio Hörpu Kára. Þar ætlar hann til dæmis að farða Lilju Pálmadóttur með vörum frá YSL. Harpa sjálf, sem er eigandi förðunarskólans og förðunarmeistari, segir að hann muni sýna tvær farðanir sem endurspegla hans handbragð. Eða handbragðið sem hann notar þegar hann farðar stjörnurnar fyrir rauða dregilinn.

Spennt að læra leynitrixin hans Ísaks

Snyrtibuddan | 27. janúar 2023

Harpa Káradóttir rekur MakeUp Studio Hörpu Kára sem er förðunarskóli.
Harpa Káradóttir rekur MakeUp Studio Hörpu Kára sem er förðunarskóli.

Á morgun verður Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari með MasterClass í MakeUp Studio Hörpu Kára. Þar ætlar hann til dæmis að farða Lilju Pálmadóttur með vörum frá YSL. Harpa sjálf, sem er eigandi förðunarskólans og förðunarmeistari, segir að hann muni sýna tvær farðanir sem endurspegla hans handbragð. Eða handbragðið sem hann notar þegar hann farðar stjörnurnar fyrir rauða dregilinn.

Á morgun verður Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari með MasterClass í MakeUp Studio Hörpu Kára. Þar ætlar hann til dæmis að farða Lilju Pálmadóttur með vörum frá YSL. Harpa sjálf, sem er eigandi förðunarskólans og förðunarmeistari, segir að hann muni sýna tvær farðanir sem endurspegla hans handbragð. Eða handbragðið sem hann notar þegar hann farðar stjörnurnar fyrir rauða dregilinn.

„Ísak býr yfir mikilli reynslu og það er dásamlegt að sjá hann vinna, hann er listamaður fram í fingurgóma. Hann mun kenna fara vel yfir undirstöðu atriðin í fallegri og ljómandi förðun og kenna okkur hvernig við getum frískað upp upp á útlitið á þessum köldu og dimmu tímum,“ segir Harpa. 

Aðspurð um trendin 2023 þegar kemur að förðun segir hún að léttleiki og kremaðar áferðir verði allsráðandi. 

„Skyggingar eru mjög vinsælar um þessar mundir, sérstaklega með kremkenndum vörum. Ég hvet samt fólk til að vanda valið þegar það kemur að velja sér vörur til að skyggja andlitið og velja undirtóna sem henta litarhafti hvers og eins,“ segir hún. 

Aðspurð um hvernig stemningin verði á morgun á MasterClass hjá Ísaki segir hún að viðburðurinn sé fyrir alla sem þrá að læra „high end“ förðunarráð. 

„Við munum hafa takmarkað sætapláss því við viljum að fólk geti spurt spurninga og notið sín. Ég gæti ekki mælt meira með þessum einstaka viðburði og hlakka til að hitta allar þessar skemmtilegu konur sem ætla að njóta með okkur á laugardaginn.“ 

mbl.is