Bestu nektarstrendur Evrópu

Sólarlandaferðir | 29. janúar 2023

Bestu nektarstrendur Evrópu

Nú þegar margir eru að byrja að teikna upp sumarfríið er tilefni til að kynna sér hvar bestu nektarstrendurnar er að finna. Í Evrópu er að finna fjölda stranda þar sem má spranga um á Adams- og Evuklæðunum og sleppa því að fá asnalegt brúnkufar eftir sundföt.

Bestu nektarstrendur Evrópu

Sólarlandaferðir | 29. janúar 2023

Það er hægt að finna gullfallegar nektarstrendur í Evrópu.
Það er hægt að finna gullfallegar nektarstrendur í Evrópu. Samsett mynd

Nú þegar margir eru að byrja að teikna upp sumarfríið er tilefni til að kynna sér hvar bestu nektarstrendurnar er að finna. Í Evrópu er að finna fjölda stranda þar sem má spranga um á Adams- og Evuklæðunum og sleppa því að fá asnalegt brúnkufar eftir sundföt.

Nú þegar margir eru að byrja að teikna upp sumarfríið er tilefni til að kynna sér hvar bestu nektarstrendurnar er að finna. Í Evrópu er að finna fjölda stranda þar sem má spranga um á Adams- og Evuklæðunum og sleppa því að fá asnalegt brúnkufar eftir sundföt.

Margar bestu nektarstrendur heims er að finna skammt frá áfangastöðum íslensku flugfélaganna og þarf því landinn ekki að leita langt yfir skammt í leit sinni að góðri nektarströnd.

Playa de Ses Illetes

Þessi strönd er á eyjunni Formentera á Spáni og er aðeins suður af partíeyjunni Ibiza. Enginn flugvöllur er á Formentera en ef þú þráir frelsið á nektarströnd getur þú tekið ferju, rútu eða leigubíl þangað.

Þegar til Formentera er komið er hægt að finna fjöldann allan af fallegum ströndum. Playa de Ses Illetes er ein af þeim, og hún er líka ein vinsælasta nektarströndin.

Filaki-strönd

Filaki-strönd er á Krít og því lítið mál að skella sér þangað. Hún er afskekkt svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur að einhverjir aðrir en þeir sem eru á ströndinni séu að glápa á þig.Filaki er ein af fáum ströndum á Grikklandi sem er skilgreind sem nektarströnd svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur þegar þú rennir sundbuxunum niður um þig.

Ljosmynd/GettyImages

Plage de Tahiti

Það er alltaf góð hugmynd að skella sér til Frakklands. Page de Tahiti er í Saint-Tropez og er sögð ein besta nektarströnd í Frakklandi. Það sem betra er, hún er líka vinsæl á meðal fræga og fína fólksins.

Es Trenc

Á suðurhluta Mallorca er að finna glæsilega strönd fyrir þau sem langar til að láta hlýja loftið við Miðjarðarhafið leika um miðju partinn á sér. Sjórinn við ströndina er grunnur og tær og hefur ströndin því stundum verið kölluð litla Karíbahafið.

mbl.is