Systkinin sýndu sínar bestu hliðar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. janúar 2023

Systkinin sýndu sínar bestu hliðar

Tvíburarnir Jacques prins af Mónakó og Gabríella prinsessa sýndu sínar bestu hliðar á Sainte Devote-hátíðinni í Mónakó. 

Systkinin sýndu sínar bestu hliðar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. janúar 2023

Systkinin föðmuðust og skemmtu sér vel saman.
Systkinin föðmuðust og skemmtu sér vel saman. AFP

Tvíburarnir Jacques prins af Mónakó og Gabríella prinsessa sýndu sínar bestu hliðar á Sainte Devote-hátíðinni í Mónakó. 

Tvíburarnir Jacques prins af Mónakó og Gabríella prinsessa sýndu sínar bestu hliðar á Sainte Devote-hátíðinni í Mónakó. 

Þar voru þau ásamt móður sinni Charlene prinsessu sem kveikti í bát með kyndli til þess að opna hátíðina. Albert fursti var hins vegar fjarri góðu gamni en hann greindist með kórónuveiruna í þriðja skipti og var því í einangrun.

Tvíburarnir eru átta ára og ljóst að mikill systkinakærleikur ríkir á milli þeirra. Jacques prins virtist vera að passa upp á systur sína, sem var ekkert mjög hrifin af eldinum. Charlene þótti líta vel út, en hún hefur barist við langvinn og erfið veikindi sem markað hafa mjög líf hennar.

Fjölskyldan kveikir í bát en þessi athöfn markar upphaf hátíðahalda …
Fjölskyldan kveikir í bát en þessi athöfn markar upphaf hátíðahalda til heiðurs dýrlingnum Devotu. AFP
Tvíburarnir eru átta ára.
Tvíburarnir eru átta ára. AFP
Jacques prins passaði upp á systur sína sem virtist hrædd …
Jacques prins passaði upp á systur sína sem virtist hrædd við logana. AFP
Albert fursti var í einangrun eftir að hafa smitast af …
Albert fursti var í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 í þriðja sinn. AFP
mbl.is