Útilokar að senda orrustuþotur til Úkraínu

Úkraína | 29. janúar 2023

Útilokar að senda orrustuþotur til Úkraínu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur útilokað að senda orrustuþotur til Úkraínu, nokkrum dögum eftir að hafa skuldbundið ríkið til að útvega skriðdreka.

Útilokar að senda orrustuþotur til Úkraínu

Úkraína | 29. janúar 2023

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP/Tobias Schwarz

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur útilokað að senda orrustuþotur til Úkraínu, nokkrum dögum eftir að hafa skuldbundið ríkið til að útvega skriðdreka.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur útilokað að senda orrustuþotur til Úkraínu, nokkrum dögum eftir að hafa skuldbundið ríkið til að útvega skriðdreka.

Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðust á fimmtudag ætla að ræða hugmyndina um að útvega þotur „mjög varlega“ við Úkraínumenn, sem hafa kallað eftir sendingu orrustuþota frá Vesturlöndum, að því er BBC greinir frá.

Scholz sagði í dag að áhersla væri lögð á afhendingu fjórtán þýskra skriðdreka af tegundinni Leopard 2, sem hann samþykkti á miðvikudag að senda til Úkraínu, auk þess að veita öðrum Evrópuþjóðum heimild til að senda slíka skriðdreka úr eigin birgðageymslum.

Ræðir reglulega við Pútín

Scholz ítrekaði að NATO væri ekki í stríði við Rússland. „Við munum ekki leyfa slíka stigmögnun.“

Þá staðfesti kanslarinn að hann ætti reglulega í samræðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, en þeir ræddu síðast í síma í desember.

„Við þurfum að tala saman,“ sagði hann og bætti við að hann tæki alltaf fram að innrás Rússa í Úkraínu væri algjörlega óviðunandi og að aðeins brottflutningur rússneskra hersveita myndi leysa ástandið.

mbl.is