„Allt lamað“ í rafmagnsleysi á Suðurlandi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

„Allt lamað“ í rafmagnsleysi á Suðurlandi

Rafmagnslaust er frá Hvolsvelli og austur fyrir Vík í áttina að Klaustri og Vestmannaeyjar með því. Þetta staðfestir bilanavakt Rarik í samtali við mbl.is. Ekki er vitað hvenær rafmagn kemst aftur á.

„Allt lamað“ í rafmagnsleysi á Suðurlandi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Rafmagnslaust er frá hvolsvelli og austur fyrir vík í áttina …
Rafmagnslaust er frá hvolsvelli og austur fyrir vík í áttina að klaustri og Vestmannaeyjar með því. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rafmagnslaust er frá Hvolsvelli og austur fyrir Vík í áttina að Klaustri og Vestmannaeyjar með því. Þetta staðfestir bilanavakt Rarik í samtali við mbl.is. Ekki er vitað hvenær rafmagn kemst aftur á.

Rafmagnslaust er frá Hvolsvelli og austur fyrir Vík í áttina að Klaustri og Vestmannaeyjar með því. Þetta staðfestir bilanavakt Rarik í samtali við mbl.is. Ekki er vitað hvenær rafmagn kemst aftur á.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, var í þann mund að hlaupa út í óveðrið til að græja vatn á heimilið þegar mbl.is náði tali af honum. Hann segir að um algengt vandamál sé að ræða.

„Þetta höfum við þurft að búa við í mörg ár og þetta er orðið algjörlega óþolandi,“ segir hann.

„Þetta er orðið mjög algengt vandamál og þetta er náttúrlega algjörlega fáránlegt. Hérna erum við með hundruð og líklega þúsundir ferðamanna og svo er allt lamað hérna, eldhúsin orðin rafmagnslaus og það verður kalt á hótelum og gistiheimilum.“

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi.
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is