„Ég viðurkenni að ég hafði áhyggjur“

Kjaraviðræður | 30. janúar 2023

„Ég viðurkenni að ég hafði áhyggjur

„Við erum ótrúlega ánægð hér í samninganefndinni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en Starfsfólk Íslandshótela sem starfar undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum hefur samþykkt tillögu um boðun verkfalls. 

„Ég viðurkenni að ég hafði áhyggjur

Kjaraviðræður | 30. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst vera ánægð með niðurstöðu …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst vera ánægð með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. mbl.is/Hákon

„Við erum ótrúlega ánægð hér í samninganefndinni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en Starfsfólk Íslandshótela sem starfar undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum hefur samþykkt tillögu um boðun verkfalls. 

„Við erum ótrúlega ánægð hér í samninganefndinni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en Starfsfólk Íslandshótela sem starfar undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum hefur samþykkt tillögu um boðun verkfalls. 

„Við erum stolt af okkar vinnu og við erum gríðarlega stolt af okkar hugrökku félögum sem að þrátt fyrir algjörlega óboðlegar, fordæmalausar, glæpsamlegar aðfarir, gátu samt komist að þessari hugrökku niðurstöðu og staðið með sjálfum sér og baráttunni fyrir betri kjörum,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Hafði áhyggjur fyrir atkvæðagreiðsluna

Spurð hvort hún hafi verið stressuð fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar svarar hún játandi.

„Ég viðurkenni að ég hafði áhyggjur vegna þeirra aðstæðna sem uppi hefðu verið,“ segir hún og nefnir hún framgang hótelanna sem og Samtaka atvinnulífsins í samhengi við það.

„Við urðum vitni að því að það voru einfaldlega öryggisverðir [á einu hótelinu] sem stóðu vörð og komu í veg fyrir að meðlimur samningsnefndar næði samtali við félagsfólk Eflingar þrátt fyrir að þeim var bent á að þeir höfðu engar slíkar heimildir. Við sáum að það var verið að keyra fólk til og frá til að koma í veg fyrir að það væri hægt að taka samtalið.“

Samþykkja verkfallsboðanir hjá öðrum hópum

Aðspurð segir hún að Efling hafi haft fregnir af nokkrum hótelum þar sem ýmislegt var í gangi.

„Ég get ekki lýst því nánar. Við munum fara nánar yfir þetta, taka þetta saman og leggja mögulega fram kæru vegna þess og svo auðvitað vegna þess ólöglega kosningaáróðurs sem Samtök atvinnulífsins bunuðu frá sér.“

Hún segir niðurstöðu kvöldsins skapa meðbyr með kjarabaráttu Eflingar. „Við vorum áðan að samþykkja verkfallsboðanir hjá öðrum hópum. Við munum senda frá okkur tilkynningu um það innan skamms.“

Rafræn atkvæðagreiðsla stóð yfir frá hádegi sl. þriðjudags, til klukkan 20 í kvöld. 284 voru á kjörskrá. Ótímabundið verkfall mun því hefjast eftir rúma viku, þriðjudaginn 7. febrúar, samkvæmt þessu. 

mbl.is