Þrír drepnir í árás Rússa á Kerson

Úkraína | 30. janúar 2023

Þrír drepnir í árás Rússa á Kerson

Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árás Rússa á borgina Kerson í suðurhluta Úkraínu í gær, að sögn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Þrír drepnir í árás Rússa á Kerson

Úkraína | 30. janúar 2023

Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í rústum íbúðarhúss í borginni Kerson …
Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í rústum íbúðarhúss í borginni Kerson í gær. AFP/Kenya Savilov

Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árás Rússa á borgina Kerson í suðurhluta Úkraínu í gær, að sögn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árás Rússa á borgina Kerson í suðurhluta Úkraínu í gær, að sögn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Einn til viðbótar lést eftir árás á borgina Karkív, að sögn embættismanns.

„Tvær konur, hjúkrunarfræðingar, særðust á sjúkrahúsinu. Eins og staðan er núna hafa frengnir borist af sjö særðum og þremur látnum,“ sagði Selenskí á ávarpi sínu í gærkvöldi.

Minna hefur verið um átök í suðurhluta Úkraínu að undanförnu en í austurhlutanum eftir að Rússar drógu sig til baka frá borginni Kerson í nóvember í fyrra. Enn skjóta Rússar þó reglulega á þessa lykilborg og höfuðborg héraðsins.

Í austurhluta Karkív, næststærstu borgar Úkraínu, greindi embættismaður frá því að Rússar hefðu skotið á „fjögurra hæða íbúðabyggingu“.

„Þrjú fórnarlömb hlutu minniháttar meiðsli en því miður lést eldri kona ... Byggingin var eyðilögð að hluta til,“ sagði Oleh Synehubov á Telegram.

mbl.is