Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara

„Enn er veðrið að gera landsmönnum lífið leitt,“ skrifar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu vegna óveðurs sem er reiknað með síðar í dag.

Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Leiðindaveðri er spáð síðar í dag.
Leiðindaveðri er spáð síðar í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

„Enn er veðrið að gera landsmönnum lífið leitt,“ skrifar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu vegna óveðurs sem er reiknað með síðar í dag.

„Enn er veðrið að gera landsmönnum lífið leitt,“ skrifar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu vegna óveðurs sem er reiknað með síðar í dag.

Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna veðurs frá klukkan 15 í dag og gildir hún í hálfan sólarhring, eða til klukkan 3 í nótt.

Lögreglan vekur athygli á  appelsínugulum viðvörunum í kringum höfuðborgarsvæðið, en þar er búist við að vegir geti lokast með stuttum fyrirvara.

Vegirnir um Hellisheiði og Mosfellsheiði verða á óvissustigi, að sögn Vegagerðarinnar, eða Hellisheiðin frá klukkan 11 og Mosfellsheiðin frá klukkan 12. Það sama gildir einnig um Kjalarnes.

mbl.is