Edrú að mestu í janúar og húðin í toppstandi

Edrúland | 31. janúar 2023

Edrú að mestu í janúar og húðin í toppstandi

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er sannarlega sátt í eigin skinni og þarf ekki að fara í neina andlitslyftingu eða að nota filter á Instagram. Stewart, sem er 81 árs, birti myndir af sér í klippingu til að sýna hversu góð húðin hennar er.

Edrú að mestu í janúar og húðin í toppstandi

Edrúland | 31. janúar 2023

Hin 81 árs gamla Martha Stewart er búin að vera …
Hin 81 árs gamla Martha Stewart er búin að vera að mestu edrú í janúar og það sést á húðinni. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er sannarlega sátt í eigin skinni og þarf ekki að fara í neina andlitslyftingu eða að nota filter á Instagram. Stewart, sem er 81 árs, birti myndir af sér í klippingu til að sýna hversu góð húðin hennar er.

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er sannarlega sátt í eigin skinni og þarf ekki að fara í neina andlitslyftingu eða að nota filter á Instagram. Stewart, sem er 81 árs, birti myndir af sér í klippingu til að sýna hversu góð húðin hennar er.

„Svipurinn var betri á fyrstu myndinni, en húðin mín er glæsileg á þeim öllum. Enginn filter. Engin andlitslyfting. Frábærar húðmeðferðir allt mitt líf,“ skrifaði Stewart.

Hún bætti svo við að hún hafi líka æft af krafti undanfarin 40 ár. Í annarri færslu bætti hún við: „Húðin lítur vel út eftir að ég var að mestu edrú í janúar og pilates-tíma í Bedford pilates annan hvern dag.“

mbl.is