Efling boðar frekari verkföll

Kjaraviðræður | 31. janúar 2023

Efling boðar frekari verkföll

Kjörstjórn Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um frekari verkföll félagsmanna sem starfa hjá hótelum Reykjavík Edition og Berjaya (áður Icelandair hotels) og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vefsíðu Eflingar.

Efling boðar frekari verkföll

Kjaraviðræður | 31. janúar 2023

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hákon

Kjörstjórn Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um frekari verkföll félagsmanna sem starfa hjá hótelum Reykjavík Edition og Berjaya (áður Icelandair hotels) og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vefsíðu Eflingar.

Kjörstjórn Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um frekari verkföll félagsmanna sem starfa hjá hótelum Reykjavík Edition og Berjaya (áður Icelandair hotels) og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vefsíðu Eflingar.

Atkvæðagreiðslurnar hefjast á hádegi á föstudaginn og munu standa til klukkan 18:00 á þriðjudaginn. Verði boðun verkfallanna samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar og er hún ótímabundin.

Atkvæði greiða þeir félagsmenn sem boðunin tekur til.

Efling setur boðunina upp í tvennu lagi, annars vegar fyrir starfsmenn hótelanna og svo aðra starfsmenn hjá olíufélögunum og Samskipum.

Boðun um vinnustöðvun hjá hótelstarfsfólki nær til starfa undir kjarasamningi Eflingar og SA á eftirfarandi starfsstöðvum:

BERJAYA HOTELS ICELAND hf.

  • Alda Hotel Reykjavik, Laugavegi 66-68, 101 Reykjavík
  • Berjaya Reykjavik Marina Hotel,  Mýrargötu 2-8, 101 Reykjavík
  • Reykjavík Marina Residence, Mýrargötu 14-16, 101 Reykjavík
  • Berjaya Reykjavik Natura Hotel, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík
  • Canopy by Hilton Reykjavik City Centre, Smiðjustíg 4, 101 Reykjavík
  • Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
  • Reykjavik Konsúlat Hotel, Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík

Cambridge Plaza Hotel Comp ehf.

  • The Reykjavik EDITION, Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík

Seinni boðunin nær til starfa undir kjarasamningum Eflingar við SA við vörubifreiðaakstur hjá Samskip hf. / Samskip innanlands ehf. og við olíudreifingu hjá fyrirtækjunum Olíudreifing ehf. og Skeljungur ehf.

Í báðum tillögum samninganefndarinnar kemur fram að lagt sé til við stjórn vinnudeilusjóðs að verkfallsstyrkur verði 25 þúsund krónur fyrir hvern þann dag sem félagsmaður missir laun vegna verkfalls, en þá er miðað við fulla vinnu.

Í tillögunni sem nær til flutningabílstjóra er sérstakur viðauki vegna undanþága:

Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.

mbl.is