Er þetta fallegasta hótel Kaupmannahafnar?

Gisting | 31. janúar 2023

Er þetta fallegasta hótel Kaupmannahafnar?

Við Norðurhöfn í Kaupmannahöfn er að finna hið fullkomna hótel fyrir hönnunarunnendur. Hótelið, sem ber heitið The Audo, er staðsett í afar sjarmerandi dökkappelsínugulri byggingu sem er ein sú elsta á svæðinu, en um leið og gengið er inn tekur ótrúleg hönnunarparadís á móti gestum. 

Er þetta fallegasta hótel Kaupmannahafnar?

Gisting | 31. janúar 2023

Samsett mynd

Við Norðurhöfn í Kaupmannahöfn er að finna hið fullkomna hótel fyrir hönnunarunnendur. Hótelið, sem ber heitið The Audo, er staðsett í afar sjarmerandi dökkappelsínugulri byggingu sem er ein sú elsta á svæðinu, en um leið og gengið er inn tekur ótrúleg hönnunarparadís á móti gestum. 

Við Norðurhöfn í Kaupmannahöfn er að finna hið fullkomna hótel fyrir hönnunarunnendur. Hótelið, sem ber heitið The Audo, er staðsett í afar sjarmerandi dökkappelsínugulri byggingu sem er ein sú elsta á svæðinu, en um leið og gengið er inn tekur ótrúleg hönnunarparadís á móti gestum. 

Bjerne Hansen, stofnandi hótelsins og fyrrverandi forstjóri danska hönnunarfyrirtækisins Menu, arkitektúrsstofan Norm Architects, og Nathan Williams, meðstofnandi tímaritsins Kinfolk, sameinuðu krafta sína við hönnun hótelsins. Það er óhætt að segja að útkoman sé einstaklega glæsileg.

Hótelið var opnað árið 2019, en þar eru tíu hótelherbergi, fallegt kaffihús, veitingastaður, skemmtileg verslun og skapandi rými fyrir einstaklinga og hópa. 

Mikið hefur verið lagt í hótelið og hvert smáatriði útpælt. Það tók til að mynda langan tíma fyrir hönnunarteymið að finna hið fullkomna gólfefni og réttu litina á veggina sem hefðu jákvæð áhrif á vellíðan, enda lögð rík áhersla á upplifun gesta. 

Hvert og eitt rými byggingarinnar einkennist af einstakri fagurfræði og falleg hönnun í hverju horni. Hlýir tónar eru áberandi á hótelinu og skapa afar notalega stemningu í takt við náttúruleg efni eins og við, marmara og hör. 

Hótelið er í samstarfi við mörg leiðandi arkitekta- og hönnunarfyrirtæki í Evrópu og halda reglulega skemmtilega viðburði fyrir arkitekta og innanhússhönnuði. Markmiðið er að skapa rými þar sem arkitektar og hönnuðir geta skapað tengsl og miðlað þekkingu sín á milli. 

Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
Ljósmynd/booking.com
mbl.is