Tilkynning komin til ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 31. janúar 2023

Tilkynning komin til ríkissáttasemjara

Ríkissáttasemjara hefur borist formleg tilkynning frá Eflingu um fyrirhugað verkfall stéttarfélagsins, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara.

Tilkynning komin til ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 31. janúar 2023

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissáttasemjara hefur borist formleg tilkynning frá Eflingu um fyrirhugað verkfall stéttarfélagsins, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara.

Ríkissáttasemjara hefur borist formleg tilkynning frá Eflingu um fyrirhugað verkfall stéttarfélagsins, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara.

Tillaga um boðun verkfallsins var samþykkt í gærkvöldi og á það að hefjast eftir viku.

Aðalsteinn lagði fram miðlunartillögu í kjaradeildu Eflingar og SA í síðustu viku. Spurður segir hann það ekki á sínu forræði að dæma um hvort tillagan, sem eftir á að kjósa um, ógildi atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samsett mynd/mbl.is

Í gær var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál ríkissáttasemjara gegn Eflingu um að stéttarfélagið afhendi kjörskrá sína til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillöguna.

Vika er liðin frá síðasta fundi Eflingar og SA hjá ríkissáttasemjara. Aðalsteinn kveðst ekki vera búinn að boða félögin á nýjan fund. „Hefðin er sú að hafa fundinn á tveggja vikna fresti nema aðilar séu ásáttir um annað, þannig að við sjáum bara til,“ segir Aðalsteinn.

mbl.is