Bestu áfangastaðirnir í vor

Ferðaráð | 1. febrúar 2023

Bestu áfangastaðirnir í vor

Það eitt að vita af ferðalagi framundan á hlýrri slóðir getur gert ansi mikið fyrir okkur á norðurslóðunum, sérstaklega núna í ársbyrjun þegar það eina gula sem við sjáum eru veðurviðvaranir. 

Bestu áfangastaðirnir í vor

Ferðaráð | 1. febrúar 2023

Margar af frægustu borgum heims skarta sínu fegursta á vorin.
Margar af frægustu borgum heims skarta sínu fegursta á vorin. Samsett mynd

Það eitt að vita af ferðalagi framundan á hlýrri slóðir getur gert ansi mikið fyrir okkur á norðurslóðunum, sérstaklega núna í ársbyrjun þegar það eina gula sem við sjáum eru veðurviðvaranir. 

Það eitt að vita af ferðalagi framundan á hlýrri slóðir getur gert ansi mikið fyrir okkur á norðurslóðunum, sérstaklega núna í ársbyrjun þegar það eina gula sem við sjáum eru veðurviðvaranir. 

Á vorin skarta margar af frægustu borgum heims sínu fegursta þegar veðrið fer að hlýna, en það sem gerir vorið að góðum árstíma fyrir ferðalög eru færri ferðalangar og minni asi. Teymið á ferðavef Condé Nast Traveller birti nýverið lista yfir bestu áfangastaðina í vor. 

Los Angeles í Kaliforníu

Apríl er sagður vera hinn fullkomni tími fyrir ferðalag til Borg Englanna í Kaliforníu. Veðrið er afar notalegt á þessum árstíma og meðalhiti í apríl um 23 gráður á selsíus. Það er margt spennandi að gera og sjá í borginni sem er stútfull af lífi, spennandi matarupplifun og afþreyingu. 

Ljósmynd/Unsplash/Jayson Boesman

Como-vatn á Ítalíu

Það er ekki að ástæðulausu að Como-vatn sé vinsælasti áfangastaður Ítalíu á vorin, enda afar rómantískur staður með mildu hitastigi á vorin. Veðrið hlýnar hratt þegar aprílmánuður gengur í garð, en meðal hitastig í apríl er um 16 gráður á selsíus. Í maí er hitastigið hins vegar komið upp í 19 gráður selsíus.

Ljósmynd/Unsplash/Jef Willemyns

Madríd á Spáni

Madríd er höfuðborg Spánar og jafnframt stærsta borg Spánar. Hún liggur inni í miðju landi og hefur ríka menningu og sögu. Hlýir og sólríkir dagar eru algengir á vorin, en í apríl er meðalhiti frá 16 til 18 gráður selsíus. 

Ljósmynd/Unsplash/Alex Azabache

Vínarborg í Austurríki

Um miðjan apríl tekur veðurfarið í Vínarborg í Austurríki stakkaskiptum þegar vorið kemur með tilheyrandi hlýindum. Meðalhitinn í apríl er í kringum 10 gráðurnar, en á heitari dögum getur hitinn farið upp í 15 gráður selsíus.

Ljósmynd/Unsplash/Jacek Dylag

Suður Frakkland

Á vorin er fullkomið að heimsækja Suður Frakkland og rölta í gegnum fallega vínakra í mildu veðri. Meðalhiti í apríl eru 17 gráður selsíus og veðurfarið því ekki of heitt en þó nógu hlýtt til að ylja kroppinn. 

Ljósmynd/Unsplash/Reiseuhu.de

Zermatt í Sviss

Fyrir suma er ómissandi að komast á skíði á vorin, en þá er Zermatt í Sviss frábær áfangastaður. Þar eru falleg skíðasvæði sem bjóða upp á skíðabrekkur fyrir byrjendur sem og lengra komna. Bærinn sjálfur þykir afar fallegur, en þar eru engir bílar heldur einungis hestasleðar. 

Ljósmynd/Unsplash/Janik Butz

París í Frakklandi

París í Frakklandi er sérstaklega töfrandi á vorin með mildu veðri og blómstrandi gróðri. Borgin býr yfir merkilegri sögu, fallegum arkitektúr og gómsætri matarmenningu sem hittir bein í mark. Í mars er meðalhitinn um 12 gráður, en hann fer upp í ljúfar 20 gráður í maí.

Ljósmynd/Pexels/Nicolas Segretain

Capri á Ítalíu

Vorið er hin fullkomni árstími til að heimsækja Capri á Ítalíu, en þá er veðrið byrjað að hlýna, blómin byrjuð að springa út en færri ferðamenn eru á staðnum. Í apríl er hitastigið í kringum 15 gráðurnar og því afar milt og ljúft veður.

Ljósmynd/Unsplash/Will Truettner
mbl.is