Píratar töluðu til tvö í nótt

Alþingi | 2. febrúar 2023

Píratar töluðu til tvö í nótt

Umræðum á Alþingi um útlendingafrumvarpið lauk ekki fyrr en um tvöleytið í nótt. Síðust í pontu var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og að ræðu lokinni óskaði hún eftir því að vera sett aftur á mælendaskrá. 

Píratar töluðu til tvö í nótt

Alþingi | 2. febrúar 2023

Þórhildur Sunna í ræðustól Alþingis um tvöleytið í nótt.
Þórhildur Sunna í ræðustól Alþingis um tvöleytið í nótt. Skjáskot af vef Alþingis

Umræðum á Alþingi um útlendingafrumvarpið lauk ekki fyrr en um tvöleytið í nótt. Síðust í pontu var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og að ræðu lokinni óskaði hún eftir því að vera sett aftur á mælendaskrá. 

Umræðum á Alþingi um útlendingafrumvarpið lauk ekki fyrr en um tvöleytið í nótt. Síðust í pontu var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og að ræðu lokinni óskaði hún eftir því að vera sett aftur á mælendaskrá. 

Önnur umræða frumvarpsins hefur nú staðið yfir í um 45 klukkustundir og hafa þingmenn Pírata skipst á að koma upp í pontu og ræða frumvarpið, lesa upp umsagnir um það og þræða sig í gegnum greinar þess.

Jón Gunn­ars­son dómsmálaráðherra hef­ur sagt það von­brigði að málið hafi taf­ist og að frum­varpið sé viðbragð við því ástandi sem er uppi um þess­ar mund­ir þegar kem­ur að flótta­fólki og inn­flytj­enda­mál­um.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa gagn­rýnt út­lend­inga­frum­varpið harðlega og vakið at­hygli á nei­kvæðum um­sögn­um um það frá mann­rétt­inda­sam­tök­um á borð við Am­nesty In­ternati­onal, Rauða kross­inn og Mann­rétt­inda­stofn­un Há­skóla Íslands.

mbl.is